Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 104
104
Er hún öðruvísi heldur en hitt sem þið gerið í leik-
skólanum?
Eva: Það er öðruvísi og ég held að ég viti af hverju
að við gerum hana.
R: Já.
Eva: Ég held – út af því að þá þurfum við ekki að
læra allt í skólanum. Ég læri líka heimavinnu og
svona.
Þegar börnin voru spurð nánar út í
hvernig þessar stundir færu fram og hvað
væri gert lýstu mörg þeirra verkefnavinnu
við borð.
• Leó sagði: „Við vorum að leysa svona,
gera svona þrautir. Strika svona, síðan
átti að lita það.“
• Bryndís sagði: „Þá átti maður að
teikna eitthvað með blýanti á blað og
svo þegar að við vorum búin að öllu
þá máttum við lita.“
• Janus sagði: „Það er svona að gera
svona krossa og eitthvað.“
Í báðum leikskólunum var komin hefð
á heimsóknir leikskólabarnanna í grunn-
skólann í hverfinu. Á síðasta ári barnanna
í leikskólanum var farið í þrjár til fjórar
heimsóknir þar sem þau fengu að kynn-
ast skólastarfinu. Auk þess höfðu þau haft
afnot af íþróttahúsi og bókasafni grunn-
skólans yfir veturinn. Í báðum leikskól-
unum komu börn úr fyrsta bekk grunn-
skólans í heimsókn og rifjuðu upp hvernig
var í leikskólanum og sögðu frá grunn-
skólanum. Í öðrum leikskólanum höfðu
börnin farið í tónlistartíma og valtíma í
síðustu heimsókn í grunnskólann sem
tókst greinilega vel að mati Fjólu, eins og
fram kemur í eftirfarandi dæmi. Önnur
börn höfðu svipaða sögu að segja.
R: Hvað gerðuð þið þegar þið fóruð að skoða?
Fjóla: Við erum stundum í íþróttatíma. Við feng-
um að vera í vali með þeim.
R: Já.
Fjóla: Við fengum að leika okkur smá. Við fáum
tónlistartíma og svona.
R: Og var það gaman?
Fjóla: Það er ótrúlega gaman.
R: Og ertu spennt að fara að byrja í skólanum?
Fjóla: Jahá.
Erla var nokkuð hugsi eftir sína heim-
sókn og velti fyrir sér reglum og agastjórn-
un í grunnskólanum. Hún sagði:
Erla: Ef maður er óþekkur ...
R: Uhm.
Erla: ... þá á maður að setjast á hendurnar.
R: Í skólanum?
Erla: Já. En ef maður gerir það ekki þá þarf maður
að fara í jógastellingu og til kennarans.
R: Hvernig veistu þetta?
Erla: Við fórum í heimsókn með leikskólanum …
Við vorum að skoða. Þegar við komum aftur til
baka þá var hún að segja: „Sestu á hendurnar“ og
hann gerði það, strákurinn, og þá varð hann að
koma til hennar og settist svona.
Samantekt og umræða
Þó að flest börn á Íslandi hefji skólagöngu
sína um tveggja ára aldur, þegar þau byrja
í leikskóla, er upphaf grunnskólagöngu
ennþá mikilvæg varða á skólagöngunni. Í
þessari rannsókn var sjónum beint að þeim
undirbúningi undir grunnskólagönguna
sem fram fer í leikskólanum og væntingum
barnanna til þess sem í vændum er. Gengið
var út frá hugmyndum bernskurannsókna
þar sem litið er á börn sem gerendur í eigin
lífi með rétt til að hafa áhrif á eigin mál-
efni. Því var leitast við að öðlast skilning á
þessum þætti út frá sjónarhorni barnanna
sjálfra. Tekin voru einstaklingsviðtöl við
elstu börnin í tveimur leikskólum í Reykja-
vík og gengið út frá ljósmyndum sem þau
höfðu sjálf tekið í leikskólanum. Börnin
fengu einnota myndavélar sem þau not-
uðu til að taka myndir af leikskólastarfinu.
Myndirnar voru framkallaðar og notaðar
Jóhanna Einarsdóttir