Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Síða 120

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Síða 120
120 Guðrún Alda Harðardóttir og Baldur Kristjánsson (b) Samþættar starfsaðferðir teljast vera þegar kennari notar tvíhliða aðferðir, t.d. ef hann leiðir og leitar eftir sjónarmiðum barnanna en á síðasta orðið eða börnin eiga síðasta orðið. (c) Samþættar og aðstæðubundnar starfsað- ferðir teljast vera gagnkvæmar aðferðir, sem geta verið í því formi að kennarinn leiðir og leitar eftir sjónarmiðum barnanna, trúir á getu þeirra til að taka afstöðu til mála og leysa þau og hvetur þau til þess (Sigrún Aðalbjarnardóttir, 2007). Niðurstöður Hér er gerð grein fyrir niðurstöðum þátt- tökuathugana og viðtala við leikskóla- kennarana tvo er þeir svara spurningum um það hvað þeir hafi helst í huga við skipulagningu leikskólastarfsins og við- tölin greind í ljósi fyrrnefndrar greiningar- grindar Sigrúnar Aðalbjarnardóttur og Selmans. Guðný leikskólakennari Guðný birtist rannsakanda sem athugul og fræðilega örugg í starfi. Hún á auðvelt með að lýsa athöfnum sínum og er meðvit- uð um það sem hún gerir og hvers vegna. Þegar hún lýsir til dæmis starfi sínu segir hún: „Það geri ég líka meðvitað.“ Síðan skýrir hún það nánar með því að benda á hve mikilvægt sé að gera sér grein fyrir kostum og göllum þess sem valið er, eða með hennar orðum: „Mér finnst mikilvægt að leikskólakennari geri sér grein fyrir því hvað er gott og vont.“ Hér á Guðný við val kennarans á námstilboðum leik- skólans. Þegar Guðný talar um starf sitt vísar hún gjarnan til fræða og á það jafnt við um uppeldis- og kennslufræði (Reggio Emilia), listgreinar og fræðigreinar utan leikskólastarfsins. Þegar hún talar um öryggisþörf einstaklinga segir hún til dæmis: „í þerapíufræðunum, sko svo ég tali nú aðeins um það“. Hún vísar einnig til annarra faghópa, til dæmis segir hún: „Þetta er svolítið sammerkt með til dæmis prestum og kennurum, þeir vilja vera að raða öllu alls staðar í sínu umhverfi.“ Hér á Guðný við þörf einstaklinga fyrir að hafa stjórn á hlutum, annars finnist þeim þeir vera að missa tökin, eða með hennar orð- um: „Þú veist, ef þeir eru að missa tökin á því sem að þeir ráða yfir.“ Guðný telur að þetta einkenni óörugga einstaklinga, eins og hún segir: „Þetta er bara óttinn við hið óþekkta.“ Guðný er þeirrar skoðunar að leikskóla- árin eigi að einkennast af jákvæðni, styrk og ákveðnu frelsi. „Börnum, þeim líður bara svo miklu betur í því að fá að velja, að fá að vera þau sjálf, fá að vera á sínum forsendum – ekki á fullorðinsforsendum.“ Leikskólastarf eigi að vera á forsendum barnanna sem þar eru, þau fái að velja að gera það sem þeim finnst skemmtilegt. „við komum alltaf að þessu aftur og aftur, hvað langar þig að gera, hvað finnst þér skemmtilegt?“ Guðný leggur áherslu á að hvert ein- stakt barn sé virt og fái tækifæri til að vera það sjálft, eða eins og hún segir: „börn sem fá val, útkoman eru glöð börn ... Þú ert með svo ómótaða einstaklinga sem eru bara að fylgja sínu hjarta, ... eru ekkert komnir með allar þessar umhverfisreglur.“ Guðnýju finnst að leikskólastarf megi ekki vera þjakað af regluveldi, neikvæðni og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.