Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Qupperneq 123
123
Viðhorf tveggja leikskólakennara og aðferðir við valdeflingu leikskólabarna
ákveðið verkefni: „Ég var svo sem búin að
gera mér hugmyndir um það hvernig það
var hægt, en vildi samt ekki leggja það inn
og þau (börnin) einhvern veginn komu
ekki með áframhaldandi hugmyndir.“
Hún segir að þegar engar hugmyndir um
framhaldið hafi komið fram meðal barna-
hópsins hafi þau farið í vettvangsferð, með
orðum Júlíu: „Til að fá kannski hugmynd-
ir.“ Í viðtalinu kemur fram að Júlía kennir
börnunum verklag, hvernig á að umgang-
ast og nota verkfæri, og síðan vinna börn-
in sjálfstætt. Hún segist til dæmis hafa
kannað og prófað sig áfram til að finna
verklag sem hentaði börnunum best við
að nota tiltekið verkfæri: „Ég sagði bara
„þú gerir bara svona“ og svo bara fór ég
og tók myndir af þeim eða eitthvað.“ Þessi
aðferð hafi gengið vel og börnin verið fljót
að læra á áhaldið, eða eins og Júlía segir:
„Veistu, þetta gekk alveg rosalega vel! Al-
veg ótrúlega vel.“
Júlía lýsir gleði sinni yfir getu barnanna
og segir: „Það var mjög gaman að sjá að
þau gátu þetta. Ég er náttúrulega búin að
vera með þau í mörg ár og veit alveg tak-
mörkin, hvað ég get leyft þeim að gera eða
lagt á þau eða hvað ég held að þau ráði
við.“ Júlía eignar þarna velgengni hópsins
því að hópurinn hefur unnið lengi saman
og hún þekkir getu barnanna vel. En í
næstu setningu virðist Júlía draga úr því
þegar hún segir: „Það getur vel verið, ég
veit það ekki. En þetta tókst mjög vel.“
Júlía segir að kennararnir hafi lengi lagt
áherslu á að öll börnin fái að tjá sig, sum
barnanna hafi verið betur máli farin en
önnur og hún telur það hafa verið hvetj-
andi fyrir hópinn. Hún segir: „Ég hugsa að
það hafi tosað töluvert marga upp.“ Hún
eignar velgengnina líka því að hún hafi les-
ið erfiðari bækur en hæfðu aldri barnanna,
það geri hún til að þau þjálfist í að útskýra
erfið orð. Í verkefnavinnunni hafi börnin
fengið tækifæri til að tjá sig, hópurinn hafi
iðulega sest saman og allir fengið að segja
sína skoðun á verkefninu eða tala um ann-
að sem börnunum lá á hjarta. Hún reyni að
sjá til þess að öll börnin fái tækifæri til að
leggja sitt af mörkum og ef eitthvert barnið
tjáir sig ekki segist Júlía beina spurningu
til þess og spyrja það hvað því finnist.
Júlía bendir á að kröfur á einu náms-
sviði styrki oft annað námssvið, til dæmis
geti það að slá takt í tónlist styrkt mál-
örvun. Hún segir: „Það liggur við að þau
þurfi ekki annað en að horfa á mynd, t.d.
bíll, hús eða nátt-slopp-ur, þá segja þau:
þrjú, tvö eða eitt ...“ Þarna á Júlía við at-
kvæðafjölda í orðum.
Í máli Júlíu kemur fram að hún hafi
breytt starfsháttum sínum eftir áhuga-
sviði barnahópsins. Áður fyrr hafi verið
hefð fyrir því í leikskólanum að vinna
að ákveðnu þema í hverjum árgangi, til
dæmis ég sjálfur, fjölskyldan og bærinn
okkar. Barnahópurinn hafi hins vegar
fengið mikinn áhuga á öðrum verkefnum
sem hafi heltekið þau, með hennar orðum:
„Þeim fannst þetta svo gaman.“
Júlía rifjar upp vinnuferli barnanna
með þeim og notar ljósmyndir sem hún
hefur tekið til stuðnings, líkt og greina má
í þátttökuathuguninni: „Júlía spyr börnin
hvort þau muni hvað þau voru að gera
síðast, Júlía teygir sig í myndamöppu með
ljósmyndum af vinnuferli verkefnisins.“
(Þátttökuathugun nr. 11). Þannig rifjar hún