Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 134

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 134
134 Hafdís Guðjónsdóttir og Jóhanna Karlsdóttir skólakerfinu. Á síðari árum hafa skilgrein- ingar og markmið breyst og þróast frá því að snúast fyrst og fremst um þátttöku fatl- aðra nemenda í almenna skólakerfinu í þá átt að draga úr útilokun og óréttlæti gagn- vart öllum nemendum. Æ fleiri líta svo á að hugmyndin taki til málefna sem snerta kyn, þjóðerni, stétt, félagslegar aðstæður, heilbrigði og mannréttindi allra nemenda í fjölbreyttum nemendahópi. Gert er ráð fyrir alhliða hlutdeild, aðgengi og þátt- töku allra nemenda í skólastarfinu sem byggist á sanngirni, réttindum og virðingu fyrir margbreytileika (Artiles, Kozleski og Waitoller, 2011; Booth, Nes og Strøm- stad, 2003; Loreman, Deppeler og Harvey, 2005; Salend, 2001). Þá þykir mikilvægt að ganga út frá heildstæðri sýn á nemandann þegar skólastarf er skipulagt og líta svo á að hver einstaklingur sé einstakur og honum sé gefið tækifæri til að blómstra í fjölbreyttu og sveigjanlegu námsumhverfi (UNESCO, 2008). Hugmyndir um skóla án aðgreiningar eru dæmi um félags- og menntapólitískar breytingar sem hafa haft áhrif á störf kenn- ara í löndum hins vestræna heims. Íslend- ingar tóku þátt í alþjóðlegri stefnumótun um skóla án aðgreiningar með undirritun stefnuyfirlýsingar UNESCO í Salamanca árið 1994 og í Dakar árið 2000. Skóli án aðgreiningar er stöðugt ferli og þróun sem hefur að markmiði góða menntun fyrir alla og að allri mismunun og aðgreiningu sé útrýmt (UNESCO, 2008). Skilgreining á skóla án aðgreiningar í Aðalnámskrá grunnskóla byggist á þessum samþykkt- um en þar segir: Með skóla án aðgreiningar er átt við grunnskóla í heimabyggð eða nærumhverfi nemenda þar sem komið er til móts við náms- og félagslegar þarfir hvers og eins með manngildi, lýðræði og félags- legt réttlæti að leiðarljósi. … gengið [er] út frá því að allir fái jöfn eða jafngild tækifæri til náms og að námið sé á forsendum hvers einstaklings (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2011, bls. 30). Skóli sem byggist á þessum hugmynd- um kemur til móts við ólíkar þarfir nem- enda og kennslan gagnast þeim öllum. Markmiðið er að hafa áhrif á viðhorf til margbreytileika og móta grunn að réttlátu og sanngjörnu samfélagi: Í skóla án aðgreiningar ríkir ákveðið viðhorf sem einkennist af virðingu fyrir rétti allra nemenda til virkrar þátttöku í námssamfélagi heimaskóla óháð atgervi þeirra og stöðu. Þessi grundvallar- hugmyndafræði í skólastarfi hér á landi felur í sér alhliða hlutdeild, aðgengi og þátttöku allra nemenda í skólastarfinu (Mennta- og menningar- málaráðuneytið, 2011, bls. 30). Sanngirni og réttlæti þarf að vera mið- depill pólitískra ákvarðana við þróun skóla án aðgreiningar og tengt skólastefnu sem byggist á heilbrigði og velferð, lýð- ræði og mannréttindum, jafnrétti og sjálf- bærni (Mennta- og menningarmálaráðu- neytið, 2011). Aðgengi að almenna skólakerfinu eitt og sér dugar ekki til, hafa þarf í huga að í skólagöngu felst að allir nemendur hafi möguleika á að stunda nám sem gefur lífi þeirra gildi. Þó að skilgreining á skóla án aðgreiningar hafi orðið víðtækari með ár- unum er álitamál hvort breytingar á starfs- háttum hafi fylgt í kjölfarið (European Agency for Development in Special Needs Education, 2012b). Það má t.d. spyrja hvort hugtakið skóli án aðgreiningar hafi verið tekið upp án þess að vinnubrögð, viðhorf og þekking hafi verið samþætt þessum hugmyndum. Úrræði fyrir nem-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.