Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Page 103

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Page 103
102 og framhaldsbókarinnar sem aldrei var skrifuð og átti að afhjúpa samkyn- hneigð Halldórs. Í framhaldi af því sem Jón Karl segir um mikilvægi skriflegrar sjálfstján- ingar fyrir Bubba og glímu hans við samkynja þrár er enn fremur áhuga- vert að horfa til þess að Ómar er skáld og um leið sá eini af félögunum þremur sem lifir ekki í skömm eða einangrun. Honum tekst, kannski fyrst og fremst sökum stéttarstöðu sinnar og líkamlegs atgervis og útlits, að uppfylla kröfur hins normatíva samfélags um karlmennsku; hann þarf ekki að vinna frekar en hann vill en á samt peninga, líklega af því að hann á efnaða foreldra þótt það komi ekki fram. Hann er auk þess myndarlegur og engan grunar út á við annað en að hann sé gagnkynhneigður. Ómar er einn af þeim „sem líklega hefur aldrei þurft að skammast sín fyrir sjálfan sig,“ hugsar Halldór (140) og það er einn stærsti munurinn á þeim – ólíkt Halldóri og Bóasi valda þær samfélagslegu kröfur sem gerðar eru um karl- mennsku, kyntjáningu og líkamlegt atgervi Ómari ekki skömm því hann uppfyllir þær. Annað sem greinir þá að er þó að Ómar skrifar en Halldór ekki – en þó segir Halldór Bóasi að hann hafi oft óskað þess að hann væri skáld (143) og eins og áður segir ætlaði Elías að láta hann verða að skáldi í framhaldsbindinu sem aldrei kom út. Halldór hugsar til dæmis ítrekað um að byrja að skrifa niður „spakmæli Bóasar“, eins og hann kallar tilvistarleg- ar pælingar vinar síns (125–26), en það verður aldrei neitt úr því frekar en lestri hans á Úraníu. Þannig má líta svo á að skrif hafi umbreytandi áhrif í söguheimi Man eg þig löngum, rétt eins og í Eftir örstuttan leik. Það að skrifa er í þessum verkum Elíasar hinsegin gjörningur sem gerir persónu kleift að beina skömminni, sem fylgir því að vera öðruvísi en aðrir, í farveg skáldskaparins og um leið losa um tilfinningar sem ekki geta fengið útrás á annan hátt.52 Með því að skrifa tekst Ómari, líkt og Bubba, þannig að lifa með sínum samkynja löngunum sem hluti af samfélaginu án þess þó að koma út úr skápnum eða gangast við samkynhneigðri sjálfsmynd – en það tekst Halldóri hins vegar ekki. 52 Sigmund Freud tók slíka listræna gjörninga sem dæmi um göfgun (e. sublimation), þ.e. varnarhátt sjálfsins sem miðar að því að fá útrás fyrir óæskilegar langanir með því að beina þeim í farveg sem er samfélagslega samþykktur og skaðlaus. Hann taldi listræna sköpun tilvalda leið til að losa um pervertískar kynferðislegar langanir og greindi m.a. ævi og verk Leonardos da vinci út frá kenningum sínum um göfgun. Sjá Sigmund Freud, Leonardo da Vinci and a Memory of His Childhood, þýð. Alan Tyson, Routledge and Kegan Paul Ltd., 1957. Ásta KRistín BEnEdiKtsdóttiR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.