Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Qupperneq 32

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Qupperneq 32
B j a r n i R a n d v e r S i g u r v i n s s o n 32 TMM 2012 · 4 ingjar hans og vinir hafa haft margt jákvætt um hann að segja og ljóst er að hann var bæði hjálpsamur og fórnfús.11 Mannkostir hans og samúð ýmissa með baráttumálum hans, eða a.m.k. aðdáun á þrautseigju hans, hafa átt stóran þátt í því að mynda í kringum hann fjölmenna aðdáendahreyfingu sem hefur farið vaxandi á síðari árum og gefið honum táknrænt félagslegt hlutverk sem „mótmælanda Íslands“. Umfram allt var Helgi þó helgimynda- brjótur (iconoclast) og aðgerðarsinni (activist) sem beitti gjörningum, ögrun, háði, níði og jafnvel klámi til að árétta andmæli sín gegn þeim gildum, hugmyndum, táknum, stofnunum og einstaklingum sem hann var ósáttur við. Sem helgimyndabrjótur fetaði hann þar að vissu leyti í fót- spor þeirra anarkista og kommúnista sem á fyrri hluta 20. aldar réðust með sambærilegum eða róttækari hætti gegn þeim trúar- og þjóðfélagsstofn- unum sem þeir vildu kollvarpa eða umbylta víða um heim. Helgi kynnti sjónarmið guðleysingja öllum þeim sem áhuga höfðu, óháð aldri, og er siðrænn húmanismi þar meðtalinn.12 Nafnið Siðmennt er komið frá Helga og átti það félag eftir að heiðra hann sérstaklega fyrir framlag hans án þess þó að hann hafi alla tíð verið virkur þátttakandi í starfsemi þess. Gísli Gunnarsson prófessor við HÍ segir í grein á vef Vantrúar að Helgi hafi yfirleitt átt „samleið með lífskoðunarfélaginu Siðmennt, bjó m.a. til nafn félagsins og átti alla tíð góð samskipti við aðra siðræna húmanista“.13 Sömuleiðis kemur fram í viðtali við Reyni Harðarson í DV að Helgi mætti á fundi Siðmenntar „um nokkurt skeið“.14 Þegar hann lést árið 2009 var það Siðmennt sem sá um útför hans.15 Þjóðkunn táknmynd í lifanda lífi Helgi Hóseasson kom oft við sögu í fjölmiðlum vegna mótmæla sinna og birtust ýmis viðtöl við hann í gegnum árin, auk þess sem hann prýðir umslag rokkplötu Atómstöðvarinnar, Exile Republic.16 Árið 1997 kom út bókin Meðan einhver ennþá þorir: Mannréttindabarátta Helga Hóseas- sonar eftir Einar Björgvinsson, en hún segir frá sögu hans og málflutningi í máli og myndum og gerir fjölmiðlaumfjölluninni ágæt skil.17 Heim- ildamyndin Mótmælandi Íslands (Þóra Fjelsted & Jón Karl Helgason: 2003) var styrkt af Kvikmyndamiðstöð Íslands og tilnefnd til Edduverðlauna fyrir kvikmyndatöku og bestu heimildamynd ársins.18 Í tilefni frumsýningarinnar í kvikmyndahúsum voru skipulögð mótmæli „víða um Reykjavík til heiðurs Helga“ og birti Morgunblaðið í því sambandi mynd af fjölda ungs fólks með mótmælaspjöld á lofti með slagorð frá honum eða í anda hans.19 Heim- ildamyndin hefur síðan verið sýnd a.m.k. þrisvar í Ríkissjónvarpinu20 og á sérsýningu í félagsmiðstöðinni Snarrót á vegum Vantrúar haustið 2004 en þangað var m.a. þingmönnum boðið.21 Eftir andlát Helga árið 2009 efndi félagið svo aftur til sýningar á myndinni í Friðarhúsinu í samvinnu við Sam- tök hernaðarandstæðinga.22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.