Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Page 55

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Page 55
A ð l e s a T í m a n n o g va t n i ð I I TMM 2012 · 4 55 Þetta er torþýtt en ef til vill má útleggja það svo: Ljóðið er hluti af yrkisefninu en ekki um það. Eða með öðrum orðum: Ljóðið er veruleiki í sjálfu sér en ekki umfjöllun um veruleika. (Í framhaldi mætti kannski segja: Ef það nægði að ljóð væru um eitthvað þyrftum við ekki ljóð.) Þetta er fagurfræði hins sjálfumnæga ljóðs sem rík var í symbólismanum, og mátti einnig heita viðtekin í nýrýninni og þeirri skáldskaparstefnu sem henni var samfara. Þetta er sömuleiðis að verulegu leyti fagurfræði Tímans og vatnsins. Eins og fram kemur í ljóðlínum MacLeish „A poem should be equal to / Not true“ þá á ljóð umfram allt að vera heterokosmos, annar og sjálfstæður heimur.16 Segja má að það gildi um mikinn hluta Tímans og vatnsins. Og ekki er hægt að gera útdrátt úr bálkinum. Það er einkenni slíkra ljóða að þau eru ekki eftirlíking ytri veruleika heldur búa til sinn eigin veruleika. Ekki munu allir verða mér sammála um þennan skilning á eðli ljóða- flokksins (enda er hann svo sem ekki allur á eina bókina lærður). Hver lesandi virðist finna í honum sinn tíma og sitt vatn, og skilja hann jafnvel á þann veg að hann sé ástarljóð til konu sem hægt sé að nafngreina. En niðurstaða mín af þessari athugun á einkunnarorðunum verður sem sagt sú að grunnmerking þeirra sé: Ljóð ætti ekki að flytja meiningar eða boða mönnum sannindi heldur kappkosta að vera ljóð. Táknmyndin skal vera í forgrunni, táknmiðið skiptir minna máli. Það mætti svo kannski umorða á þá leið sem Sigfús Daðason ýjar að: Ljóð sem einungis flytur skoðanir, þar sem inntakið er allt, er ekki ljóð. Ég tel að einkunnarorð Tímans og vatnsins hafi stuðlað að misskilningi á ljóðaflokknum í heild, að minnsta kosti fyrst í stað. Ætla má að Steinn hafi fjarlægt orðin vegna þess að hann hafi ekki verið sáttur við þá ein- hliða túlkun og jafnvel fordæmingu á flokknum sem orðin leiddu til. Hér verður haft fyrir satt að merkingu sé vissulega að finna í ljóðaflokknum, mikilvæga merkingu, og verður nánar vikið að því í þættinum hér á eftir. Að sönnu eru margar óræðar myndir í ljóðaflokknum og um flest kvæðin má segja að hæpið er að reyna að umorða þau eða endursegja, en það gildir nú um mikinn hluta nútímaljóða. Umfram allt verður þó að taka vara fyrir því að skilja merkingu ljóða þeim þrönga skilningi að hún sé gáta sem bíði ráðningar. ***
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.