Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Qupperneq 60

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Qupperneq 60
Þ o r s t e i n n Þ o r s t e i n s s o n 60 TMM 2012 · 4 skiptið er ljóðið gert að gátu, ljóðaflokkurinn að gátusafni. Áherslan flyst af eiginleikum ljóðsins sjálfs yfir á getspeki lesenda og hugsanlega ráðningu gátunnar. Tökum tvö dæmi sem Steinn nefnir í viðtalinu 1958: Eru þriðja og fimmta ljóð flokksins („Gagnsæjum vængjum flýgur vatnið til baka“ og „Vatn, sem rennur um rauðanótt“) – eru þau gluggar að goðsögum, eða sjálfumnægt listaverk og ástarelegía? Hinn yfirlýsti skilningur Steins mundi gjörbreyta eðli ljóðaflokksins og leggja sligandi byrðar á herðar lesanda. Í stað þess að beina athyglinni að fundvísi skáldsins á möguleika tungumáls- ins þyrfti hann að hafa í huga eða grafast fyrir um mökk af sögulegum fróð- leik um kristnar helgisagnir, grískar goðsögur og þar fram eftir götunum. En af hverju ætti Steinn að yrkja um jafn langsótt efni og Gralsagnirnar eða þemu úr Ódysseifskviðu? Og umfram allt: Samræmist það anda ljóðanna? Í framhaldinu hljótum við þá að spyrja hvar finna megi þemu annarra tor- skilinna ljóða flokksins. Mínar merkingar, ef ég má kalla þær svo, eru hinsvegar nærtækar, byggðar á orðfæri ljóðanna sjálfra og geðhrifum sem þar er að finna, svo sem ástar- trega, íhugun um persónulegan dauða og framhaldslíf ljóðanna – en það eru sígild stef, hin síðari algeng á efri árum skálda. Það hljómar reyndar ankannalega að tala um efri ár Steins á þessum tíma því hann er einungis á fertugsaldri þegar hann yrkir ljóðin. En skáldævi Steins var að nálgast sitt endadægur og því skyldi ekki gleyma við túlkun á ljóðaflokknum. – Spurningin er því, almennt orðað: Hvar býr merking ljóða? Í þeim sjálfum eða í órafjarska handan við veröld þeirra? Á merkingin sér sjálfstæða tilvist óháð ljóðunum eða verður hún til í ljóðmálinu? Af framansögðu má ráða – og kemur líklega fæstum á óvart – að sjálfur tel ég mína túlkunarleið mun vænlegri, þó hver og einn lesandi hljóti að sjálfsögðu að vega og meta rökin og kveða upp sinn dóm. Ég er reyndar sannfærður um að óáreiðanlegasta heimild sem til er um skáldskap Steins er Steinn Steinarr sjálfur.32 Og skýringar Steins á Tímanum og vatninu eru tvímælalaust einn sérstæðasti þátturinn í viðtökusögu ljóðaflokksins og þótt víðar væri leitað í ljóðmælum heimsins. Það gildir reyndar ekki bara um þær útlistanir hans á Tímanum og vatninu sem hér var vikið að heldur ekki síður um lýsingar hans á því hvenær og hversvegna hann fór að yrkja en þó einkanlega það hvernig hann talaði um eigin skáldskap í viðtölum.33 Ýmsir sem þekkja þau ummæli hans munu eflaust taka með nokkrum fyrirvara þeim skilningi sem hér er boðaður, að skáldævi og ódauðleiki skáldskapar sé mikilvægt þema í Tímanum og vatninu. Þó má benda á dæmi þess að Steini var hreint ekki sama um afdrif ljóða sinna, samanber þá lítt duldu fæð sem hann lagði á Sigurð Nordal þegar honum fannst hann sjálfur og fleiri skáld misrétti beitt í Íslenskri lestrarbók. Það er síður en svo einsdæmi meðal skálda að þau svari út úr um skáld- skap sinn þó algengara sé líklega að skáld hafni því alveg að tjá sig um svo einkaleg og torskýrð efni sem eigin skáldskap.34 Reyndar eru útlistanir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.