Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Síða 63

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Síða 63
A ð l e s a T í m a n n o g va t n i ð I I TMM 2012 · 4 63 9 Hjá Walter Höllerer (Hrsg.): Theorie der modernen Lyrik · Dokumente zur Poetik I, bls. 451. 10 The Well Wrought Urn, bls. 151–52. – Oft var vitnað til orðanna í gagnrýni á 20. öld. Þeir M.H. Abrams (The Mirror and the Lamp, bls. 283–4) og Graham Hough (An Essay on Criticism, bls. 135) litu svo á að í ljóðlínum MacLeash fælist kenningin um hið sjálfumnæga ljóð sem væri einungis að óverulegu leyti eftirlíking. Norsk kennslubók sem notuð er við Háskóla Íslands skilur hinsvegar orðin hinum íslenska skilningi: „diktet som noe som ikke betyr, men er“ (Lyriske strukterer, bls. 40). 11 Tímarit Máls og menningar 2/1964, bls. 179–91. 12 Jonathan Culler: Literary Theory, bls. 24. 13 Misræmi efnis og forms hefur þó löngum verið ein helsta uppspretta skops og háðs. En það er önnur grein skáldskapar. 14 M.H. Abrams hefur rakið ýmsa þætti þessa ljóðskilnings í The Mirror and the Lamp og Frank Kermode sömuleiðis í Romantic Image (drepur þar m.a. á ljóðdæmin tvö). 15 Latneska orðið res þýðir ‚hlutur‘, ,efni‘, en á ensku er það notað í merkingunni ‚the matter in hand, the point at issue, the crux‘ (The Oxford English Dictionary). 16 Abrams fjallar um þróun hugtaksins frá endurreisn til nútímaljóða, sjá einkum bls. 283–284. 17 Humpty Dumpty: „I can explain all the poems that ever were invented – and a good many that haven’t been invented just yet.“ Lewis Carroll: Through the Looking-Glass, VI. kafli. 18 Sigfús Daðason: Maðurinn og skáldið Steinn Steinarr, bls. 70. 19 Til að mynda lauk Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor sinni merku grein um tilurð Tímans og vatnsins á þeim orðum að hann mundi ekki freista þess að túlka merkingu ljóðanna. „Að því leyti skal hlýðnast mottóinu fyrir 1. útg., að kvæði skuli ekki merkja, heldur vera, þótt vandséð sé, í hverju öðru vera ljóðs sé fremur fólgin en merkingu þess.“ „Þegar Tíminn og vatnið varð til“, Afmælisrit til Steingríms J. Þorsteinssonar prófessors, bls. 195. 20 Um tilraunir mínar til greiningar á einstökum ljóðum sjá ritgerð mína „Að lesa Tímann og vatnið“, Tímarit Máls og menningar 1/2011, bls. 6–37. 21 „‚Tíminn og vatnið‘ í nýju ljósi“, Tímarit Máls og menningar 2/1964, bls. 189–91. 22 Tilv. rit, bls. 155–195. 23 Kvæðasafn og greinar, bls. 352–53 og 362–63. 24 „Í leit að eigin spegilmynd · Um abstraktlist og bókmenntir“, Myndir á sandi, bls. 284. 25 Þá sögu rekur Sveinn Skorri í fyrrnefndri grein sinni, einkum bls. 186–91. Sú spurning vaknar hvort með Steini hafi blundað sú þrá að geta talist ‚lært skáld‘. Eða hvort þetta hafi verið hugsað sem málsvörn fyrir ljóðin líkt og þegar Halldór Kiljan Laxness kallaði „Únglínginn í skóginum“ expressíónistiskt kvæði við frumútgáfu. Eða hvort um sé að ræða einskæra stríðni og stráksskap hjá Steini. Einfaldasta svarið er þó líklega að ekki er hægt að ætlast til þess af skáldum að þau útskýri hvað ljóð þeirra eiga að þýða. 26 Í ritgerð frá 1957 kallaði Eliot skýringarnar „the remarkable exposition of bogus scholarship“, og kvaðst sjá eftir að hafa sent svo marga í fýluferð til leitar að tarotspilum og heilögum Gral. „The Frontiers of Criticism“, On Poetry and Poets, bls. 109–10. 27 Um ódauðleikaþemað í skáldskap fjallar t.d. Harold Bloom í The Western Canon, bls. 18–19. 28 Í umræðum um nútímaljóð, „Talað við gesti“, í Birtingi 3–4/1958 sagði Jón Óskar: „Steinn, sem komizt hefur næst því, sem kalla verður módernisma eftir heimsbókmenntasögulegum skilningi …“ (bls. 35). Þetta er að mínum dómi hárrétt athugað. 29 Helgafell, 1/1942, bls. 202–03. – Seinna birt í Kvæðasafni og greinum, bls. 252. 30 Í viðtali um Ljóð ungra skálda í Birtingi 2/1955, bls. 3. 31 Gátan er úr safni Jóns Árnasonar og Ólafs Davíðssonar. 32 Þetta er ekki almenn skoðun. Til dæmis skrifar Matthías Johannessen: „Steinn meinti það sem hann sagði. Og hann einn vissi hvað fyrir honum vakti.“ Fjötrar okkar og takmörk, bls. 227. Fyrri setningin er hæpin, en sú seinni er eflaust hárrétt. 33 Tvö dæmi frá sjötta áratugnum, þ.e. nokkru eftir að hann lauk við Tímann og vatnið: „Annars er mér alveg sama um minn svokallaða skáldskap. Ég ber enga virðingu fyrir honum; ég veit að eitt kvæða minna er verra en annað, það er allt og sumt. Ég hef aldrei verið skáld. Ég hef aldrei haft ástríðu til að yrkja, en mér er nauðsynlegt að geta sofnað á kvöldin […] Sá, sem nennti að athuga mín kvæði, gæti auðveldlega séð, að þau eru öll ort milli svefns og vöku.“ – „Ég hef fiktað við þetta mér til afþreyingar, skáldskapur minn er í rauninni aðeins einn þátturinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.