Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Side 76

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Side 76
76 TMM 2012 · 4 Ástráður Eysteinsson Til móts við lífsreynsluna Skyggnst í nýjustu ljóðabækur Matthíasar Johannessen og Þorsteins frá Hamri „Ég og þú / vorum jörðin í svefni“ – kannski eru það orð felld saman með þessum hætti sem hafa leitt til þess að ég hef haldið áfram að blaða til skiptis í nýjustu ljóðabókum þeirra Þorsteins frá Hamri og Matthíasar Johannessen síðan þær komu út á síðasta ári. Þessi orð gætu verið af síðum bókar Matthíasar, Söknuður, en koma reyndar úr bók Þorsteins, Allt kom það nær. Vissulega má segja að ekki þurfi að lesa nema fáein orð í viðbót til að sjá skýr merki um stíl Þorsteins, og að hið sama eigi við um handbragð Matthíasar í erindi sem hefst svo: „Ung og undrandi / áttum við þessa jörð“.1 Skáldin Matthías og Þorsteinn hafa átt samleið um áratugaskeið, æ síðan fyrstu bækur þeirra birtust árið 1958. Þorsteinn stóð þá á tvítugu og sendi frá sér bókina Í svörtum kufli en Matthías skorti tvo í þrítugt þegar Borgin hló kom út. Þeir hafa verið að síðan, ljóðabækur hvors um sig fylla um tvo tugi og hafa þeir þó einnig margt annað iðjað um dagana. Sumum kann að finnast undarlegt að nota „samleið“ um þessi tvö skáld, ekki síst ef menn bregða upp gleraugum kaldastríðsáranna og benda á að Matthías hafi verið ritstjóri Morgunblaðsins og skáld hinna borgaralegu afla en Þorsteinn hins- vegar meðal höfuðskálda sem íslenskir vinstrimenn gátu hampað. Því fer samt fjarri að ljóðlínur þeirra raði sér í afmarkaða hugmyndafræðilega bása. Og þótt þeir komi úr ólíkum heimahögum, annar borinn og barnfæddur Reykvíkingur, hinn sveitastrákur úr Borgarfirðinum, þá eiga þeir um margt sama arfinn í sínum skáldkistlum. Báðir hafa sýnt þeim arfi trúnað en tekið til hans sjálfstæða afstöðu, hvor á sinn hátt. En mætti ekki benda á ýmsar ljóðlínur til vitnis um annan meginmun á þessum skáldum: ljóð Þorsteins séu öguð, meitluð og knöpp en Matthías sé margorður, skáld flæðis og funa? Eitthvað í þessa veru heyrist stundum sagt og þó að það megi til sanns vegar færa segir það ekki alla söguna og getur jafnvel torveldað okkur sýn á það margbrotna höfundarverk sem bæði þessi skáld hafa fært lesendum sínum og tungumálinu. Sá sem leggur sig eftir ljóðum Þorsteins skynjar fljótt hitann en einnig leitina í tilfinningalífi yrkjandans. Ég opna Lifandi manna land frá árinu 1962 og les um götuna „á viðsjárverðum tímum“; milljónir bifreiða streyma hjá, „óvissan / er betri en ævilöng bið“ og því virðist tekið stökk „upp í opið sæti / burt – að nema
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.