Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Page 77
Ti l m ó t s v i ð l í f s r e y n s l u n a
TMM 2012 · 4 77
tímann og drekka fjarskann“. En næsta ljóð heitir „Staðlaus hugur í nótt-
inni“:2
Nótt
og hugurinn reikar
er mér ofvaxið þetta fallvalta líf?
máninn slagar milli regnskýja
hugurinn reikar, spyr
er vatnið þorrið
lækurinn horfinn til hafs
fjallið hrunið?
nótt
ég hef ekkert að dylja
hugurinn reikar staðlaus
um lífvana gresjur
er mér ofvaxinn þessi hverfuli hugur?
„Ég hef ekkert að dylja“ – felst ekki í þessum orðum áskorun til þeirra sem
lesa; að ljóðmálið sé ekki dulmál heldur hugarlíf sem okkur býðst að nema
og deila – og jafnvel að finna því stað? Þetta eru skilaboð sem maður finnur
einnig víða í ljóðum Matthíasar Johannessen. Fá skáld hafa lagt sig eins
mikið fram um að opna okkur dyr að fegurð – að guðdómi náttúrunnar sem
og lífmagni borgarinnar. En þar, eins og í ljóðum Þorsteins, vaknar þó einnig
hin klassíska spurning skáldsins sem Jónas Hallgrímsson færði í þessi orð:
Sérðu það sem ég sé? Og við þá hugsun seilist ég í bók Matthíasar, Fagur er
dalur, og rifja upp kynnin við „Sálma á atómöld“ frá miðjum 7. áratugnum,
þar sem almættið er ávarpað svo í síðasta sálmi:3
Eins og bráðin lamast í kjafti
villidýrsins
og skelfist ekki lengur,
þannig tekur þú frá okkur
óttann og kvíðann
þegar við liggjum varnarlausir
í gini dauðans
og bíðum –
Það er erfitt að ímynda sér tvíeggjaðri mynd af mannlegu hlutskipti. Hér
kemur fram þéttleiki sem býr víða í ljóðmáli Matthíasar þótt hann oft líkt
og hverfi fyrir galdur hans. Og femínísk túlkun, sem beina myndi athygli
að karlkynsendingunni í orðinu „varnarlausir“ dregur ekki úr þessari
tvíeggjun, nema síður sé – ekki nema menn telji að þessi bið, sem á kannski
eitthvað skylt við „ævilanga bið“ í tilvitnuðu ljóði Þorsteins frá Hamri, sé hið