Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Síða 82

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Síða 82
Á s t r á ð u r E y s t e i n s s o n 82 TMM 2012 · 4 verður maður að deila með dauðanum, sem svarar manni ekki og er ósýni- legur. Samt er hann „eina staðreynd / lífsins“ (80). Hann er á sinn hátt sem „drauganet guðs“, svo gripið sé til magnaðrar myndar sem Matthías notar annarstaðar (69). Það er net sem hefur flotið burt og týnst en heldur áfram að veiða. Sveiflurnar í huga og minni ljóðmælandans birtast vel í eftirfarandi tvíhendum sem standa í mótsagnakenndu innbyrðis sambandi (67): Ég man þig ekki eins og efni standa til, þú ert svo langt í burtu og handan við dauðans skil. Ég hugsa um þig án afláts, þú ert við hjarta mitt, hver endurtekur dauðann og þarmeð lífið sitt? Ég leita yfir fljótið en finn þig ekki þar og fyrst að sú er raunin þá spyr ég dauðann Hvar? Sá sem hér þolir ekki við og leitar yfir fljótið, í ríki dauðans, minnir á Orfeif sem samkvæmt goðsögninni sótti Evrídís sína til heljar en missti hana svo aftur. Þessi ferð, fram og aftur yfir fljótið, er líkt og hjartsláttur í bók Matthíasar, eða grunntónn á lýrustreng, svo vísað sé til hins orfeifska hljóð- færis. Og þá stenst ég ekki mátið að nefna streng sem Þorsteinn sækir sér í goðheima og kann á sína vísu einnig að vera af orfeifskum toga, en jafnframt er vísað til hugljúfra lína í þýðingu Jóns Þorlákssonar á Paradísarmissi Mil- tons: „Blíður er árblær, / blíð er dags koma, / fylgja henni tónar / töfrafullir / árvakra fugla, / sem er eyrna lyst.“6 Ljóð Þorsteins nefnist „Hér stilltu guðir streng“ (37): Hér stilltu guðir streng; hann struku dægrin blíð; þann óm til eyrna bar mér árblær forðum tíð. Ég nem hann ljósar nú er nálgast rökkrið svalt. Svo fer einn dag að flest mun fullnað, jafnvel allt. Það er morgunn í Edensgarði Miltons en rökkrið nálgast hjá Þorsteini og það dýpkar og skerpir skynjunina, jafnvel sjálfur árblæinn er numinn „ljósar“ nú, þegar styttist í fullnustu. Þetta er hljómfagurt ljóð og það á raunar við um mörg ljóð skáldanna tveggja: lýríkin leikur þeim á tungu, en þetta grísk- ættaða orð er vitaskuld dregið af hljóðfæri Orfeifs. Í ljóðinu um strenginn tengjast sjónbaugarnir í ljóðabók Þorsteins, fortíð og framtíð – báðar virðast hraða sér til ljóðmælandans, svo sem segir í ljóð- inu „Hvörf, sjónmál, hafsaugu“ (18):
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.