Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Síða 88

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Síða 88
Á d r e p u r 88 TMM 2012 · 4 hugsunina nægja. Ég hef oft ímyndað mér að þeir karlmenn sem eru með óvenju stór typpi séu þöglar manngerðir. Þeir þurfa ekki að belgja sig upp með orðum því þeir vita, og það er nóg fyrir þá, að þegar allt kemur til alls þá myndi vitneskjan um typpastærð þeirra þagga niður í hverskonar röksemdum. Ég mat því málið svo að best væri að stilla sig um að monta sig af meðaltyppinu stóra, en láta þess í stað vitn- eskjuna eina magna upp sjálfstraust til að stara stórþjóðirnar niður með augunum. Atburðarás mánudagsins 1. október 2012 Dagurinn eftir að fréttirnar birtust var venjulegur vinnudagur. Margir vinna við tölvu og skoða netmiðlana til að fylgjast með fréttum. Það kom kannski ekki á óvart að fréttin um meðaltyppið langa sló í gegn. Fréttin varð sú mest lesna á visir.is og næst- mest lesna á bæði dv.is og mbl.is.4 Þúsundir deildu fréttinni á samfélagsmiðlum. Til að gæta allrar sanngirni þá held ég að flestir hafi tekið fregninni af léttúð, þó ekki hafi farið fyrir eiginlegri gagnrýni á sannleiksgildi hennar eða uppruna. Sjálfur var ég ekki haldinn neinum sérstökum efasemdum. Íslendingar eru með stærri typpi en gengur og gerist, það skiptir engu máli en það er ekkert verra að hafa fengið það staðfest, hugsaði ég. Fréttin þótti saklaus, skemmtileg og var líkleg til að gleymast fljótt. Eða hvað? Þegar leið á daginn fór eitthvað að trufla mig. Það var eitthvað sem ekki stemmdi. Ég ákvað því að gera eitthvað sem ég geri vanalega aldrei, að kanna fréttina nánar. Hvernig gerir maður það? Ég starfaði eitt sinn sem blaðamaður og með því fyrsta sem mér var kennt voru „háin fimm“, safn spurninga sem fréttum er ætlað að svara um viðfangsefnið. Spurningarnar eru: Hvern/hvað/hverja er verið að fjalla um? Hvað gerðist? Hvers vegna gerðist það? Hvenær gerðist það? Hvar gerðist það? Fyrstu tveimur spurningunum var svarað í fréttunum. Hvað var fjallað um? Svar: Meðaltyppastærð íslenskra karlmanna í samanburði við aðrar þjóðir. Hvað gerðist? Svar: Typpi íslenskra og erlendra karlmanna voru mæld í „rann- sókn“ eða „könnun“ og niðurstöður bornar saman. Spurningunum 3–5 um hvers vegna, hvenær og hvar var ekki svarað. Gat það skipt máli? Það er allavega hægt að fullyrða að svör við þessum spurningum gætu verið forvitnileg. Hvenær voru typpin mæld, hvar voru þau mæld og hvers vegna voru þau mæld? Ferðaðist einhver stimamjúkur maður á milli 113 landa með mál- band og stílabók? Þar sem íslensku fréttirnar svöruðu ekki þessum spurningum leitaði ég upprun- ans. DV og Vísir vísuðu í breska götublaðið the Daily Mail sem heimild en Mbl- greinin var með tilvísun í breska dagblaðið Telegraph. Þá tóku allir fréttamiðlarnir fram að rannsóknin hefði verið á vegum Ulster-háskólans í Norður-Írlandi og DV bætti við að rannsóknin hefði verið gerð af sálfræðiprófessornum Richard Lynn og niðurstöðurnar birtar í tímaritinu Personality and Individual Differences; visir.is minntist líka á tímaritið í sinni grein. Í frétt DV sagði að rannsóknin hefði verið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.