Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Page 90
Á d r e p u r
90 TMM 2012 · 4
sókna á lengd reistra typpa hjá fullorðnum karlmönnum, þau taka til 113 landa og eru
fengin frá http://www.everyoneweb.com/worldpenissize/, þann 20. júní 2011. Upplýsing-
um á vefsvæðinu hefur verið safnað saman úr gögnum frá rannsóknarsetrum og skýrslum
hvaðanæva að úr heiminum. Heimildir fyrir þeim upplýsingum sem koma fram má finna
á vefsvæðinu sjálfu en framsetning upplýsinganna eins og hún birtist á vefsvæðinu er óút-
gefin og því ekki yfirfarin af öðrum fræðimönnum […] í sumum rannsóknanna er lengd
á reistum typpum byggð á upplýsingum sem fengnar eru frá mönnunum sjálfum (stjörnu-
merktar) en í öðrum tilfellum var lengdin mæld af öðrum.8
Á eftir lengdinni 16,51 cm á íslensku meðaltyppi er stjarna. 16,51 cm*. Samkvæmt
þessu höfðu Íslendingar mælt typpin sín sjálfir. Það svarar að vissu marki spurn-
ingunni „hvar voru typpin mæld“. Typpin voru mæld á Íslandi, ekki á rannsóknar-
stofum með nákvæmum mælitækjum heldur að öllum líkindum inni á íslenskum
heimilum með reglustikum. Þá er ekki útilokað að mælingarnar hafi farið fram í
huga takmarkaðs hóps íslenskra karlmanna. En svörin við því er væntanlega að
finna í frumheimild Lynns.
Sjálfstraust fer dvínandi – typpið styttist um 1,95 cm
Frumheimildin er vefsvæðið www.everyoneweb.com/worldpenissize/, en á síðunni
sjálfri er svæðinu gefið heitið: World Penis Avarage Size Studies Database. Forsíðu
síðunnar má sjá hér ofar.9
Það fyrsta sem vakti athygli mína á vefsvæði Heimsgagnabanka meðaltyppalengd-
ar var að meðallengd íslenskra typpa var sögð 14,56 cm eða 1,95 cm styttri en finna
mátti í töflu Lynns. Engin dagsetning er á töflu vefsvæðisins og því er ómögulegt að
átta sig á ástæðum ósamræmisins. Það eina sem ég vissi nú var að íslensk typpi
höfðu skyndilega styst um tæpa 2 cm og var öllu lægri reisn á þeim en þegar fréttirn-