Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Side 96

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Side 96
Á d r e p u r 96 TMM 2012 · 4 Ég leit hróðugur á kunningja minn, stoltur yfir rökfestu minni og réttsýni. En í staðinn fyrir hól eða hvatningu sagði hann blátt áfram að siðferðið væri ekki verk- efni fyrir skólana. „Hvað meinarðu? Áttu við að skólarnir eigi bara að láta sér siðferðið í léttu rúmi liggja.“ „Nei, það sagði ég ekki. En siðferðið er ekki verkefni, og þar með ekki verkefni fyrir skólana. Verkefni er eitthvað sem á sér upphaf og endi. Siðferði þjóðarinnar er ekki eitthvað sem við byrjum á, t.d. eftir helgi, og klárum okkur svo af á þrem mán- uðum, eða tveim árum, eða hvaða öðrum tíma sem er. Ég veit að fólk talar svona um endurreisn eftir hrun, en það er þá eins og hvert annað bull. Siðferðið er lífið sjálft, og lífið er ekki verkefni.“ Ég var rasandi á þessum málflutningi, mér virtist hann örugglega vitlaus en áttaði mig ekki í fljótu bragði á því í hverju vitleysan lægi. Ég maldaði í móinn: „En er lífið ekki verkefni? Er það ekki mikilvægasta verkefni hverrar manneskju að lifa vel?“ „Gott og vel,“ sagði kunningi minn og eitt augnablik virtist hann hafa náð áttum, en svo hélt hann áfram. „Ef lífið er verkefni, þá byrjar þetta verkefni líklega við fæð- ingu og lýkur þegar maður hrekkur uppaf. Gefum okkur þetta. En hver er þá afraksturinn af þessu verkefni? Er einhver útkoma? Er útkoman úr verkefninu „hið góða líf“ rotnandi skrokkur? Ef hið góða líf er verkefni í þessum skilningi, þá ætla ég að finna mér eitthvað annað að gera.“ Kunningi minn þagnaði um stund, horfði á mig spurnaraugum, en hélt svo áfram. „Sjáðu til, hér er smá líking til útskýringar. Þegar bóndi ræktar tún þá þarf hann auðvitað að ljúka mörgum verkefnum. Snemma vors ber hann áburð á túnið, svo þegar vel er sprottið þá slær hann grasið, síðan bindur hann heyið í bagga og pakkar því í plast. Þetta eru allt verkefni. En bóndinn getur ekki látið grasið spretta. Ef maður er bóndi þá þarf maður að vinna mörg verkefni, en ekkert þeirra er: Að láta grasið spretta. Á sama hátt hafa skólarnir mörg verkefni að vinna en ekkert þeirra er: Láta nemendur hafa viðunandi gildismat. Gildismat nemenda er einfald- lega ekki verkefni fyrir skólana. Siðferðið er ekki verkefni, það er lífið sjálft.“ „Hvað meinarðu? Eiga skólarnir ekki að gera neitt til að hafa áhrif á gildismat nemenda?“ andæfði ég og gat varla trúað því sem ég heyrði. „Jú, ég sagði það ekki. Ég sagði að gildismat nemenda væri ekki verkefni fyrir skólana, rétt eins og spretta grassins er ekki verkefni fyrir bóndann. Auðvitað gerir bóndinn margt til að grasið spretti þótt grassprettan sem slík sé ekki verkefni.“ Ég áttaði mig á því að ég hafði hlaupið á mig. Ég hafði vissulega heyrt það sem kunningi minn sagði, en í ákafa mínum hafði ég snúið því á haus. Kunningi minn hélt áfram. „Það er ekki nóg með að gildismat nemenda sé utan seilingar skólanna eins og grassprettan er utan seilingar bóndans. Vandinn er meiri. Við teljum okkur trú um að nemendur eigi að vera gagnrýnir, sjálfstæðir, sjálfráðir, lýðræðislegir borgarar, og hvað þetta nú heitir allt saman sem aldrei var minnst á fyrir hrun en er nú orðið helsta tungustáss fólks sem finnst gaman að tala. Stöldrum aðeins við þetta lýðræðis- hjal um skólana. Það þýðir að kennarinn getur ekki nema með mjög almennum hætti ákveðið hvað sé æskileg útkoma úr menntunarferlinu. Málið er að nemendur eru ekki hey sem er bundið í bagga og pakkað í plast þótt sumir virðist kannski halda það. Kennarinn er svolítið eins og bóndi sem getur ekki ákveðið sjálfur hvað
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.