Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Síða 98

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Síða 98
98 TMM 2012 · 4 Árni Björnsson Braskhyggja Kvittun til Hannesar Hólmsteins Mér er það vel kunnugt að sumir fræðimenn telja það fyrir neðan virðingu sína að eiga orðastað við Hannes Hólmstein. Mér finnst á hinn bóginn heldur gaman að til skuli vera svona maður. Hann er að sumu leyti vel greindur, lúsiðinn, næmur og afkastamikill. Um leið safnast hjá honum í einn kjarna megnið af þeirri þröngsýni sem tröllríður flestum braskhyggjumönnum (hispurslausara orð en frjálshyggja). Í hnotskurn má segja að hún felist í því viðhorfi að það sé réttlátt kerfi að flinkur verðbréfasali geti borið hundraðfalt meira úr býtum en til að mynda flinkur járn- smiður. Hannes er því á vissan hátt ákjósanlegur mótherji. Svör hans í seinasta hefti við ádrepu minni í sumarhefti TMM eru hinsvegar naumast svaraverð. Hann gerir fátt annað en staglast á fyrri fullyrðingum auk þess að klifa á þeirri firru alþjóðlegra braskhyggjumanna að takmörkun á forræði þeirra og réttlátara gildismat starfsgreina hljóti að merkja sovéskan óskapnað. Við þessari vænisýki er lítið að gera, enda þjónar hún einkum þeim tilgangi að viðhalda efna- hagslegum yfirráðum braskara í heiminum. Nokkur skrítin atriði eru samt ný í svör- um Hannesar og er ekki nema rétt að tína þau til. 1) Hannes virðist vilja túlka það sem eitthvert stórmál að ég hafi verið á launum hjá IUS árið 1956–57. Að sjálfsögðu var ég á launum hjá Alþjóðasambandinu. Ekki gat Stúdentaráð greitt mér laun. Algengast er reyndar að íslenskir starfsmenn sem vinna tímabundið hjá alþjóðasamtökum fái laun sín greidd frá þeim, hvort sem um er að ræða SÞ, UNESCO, FAO eða NATO. Staðfestingu á þessu má finna hjá utanríkisráðuneyti. 2) Það er óvænt upphefð að vera tvívegis titlaður ,kórstjóri‘ íslenska sönghópsins á heimsmótinu í Varsjá 1955. Kórstjóri merkir söngstjóri, og til slíkra verka hafði ég enga kunnáttu. Kórstjórinn okkar í Varsjá hét Jón S. Jónsson sem seinna varð fyrsti skólastjóri tónskólans í Kópavogi, en áður hafði Jón Ásgeirsson tónskáld æft okkur heima. Ég átti hinsvegar að heita formaður sönghópsins þegar hann var myndaður fyrr um vorið og fólst í því að kalla fólk til æfinga að boði kórstjóra. 3) Ein lítil sagnmynd getur skipt máli. Hannes segir: ,Árni hafði 1973 vísað því á bug sem „lygi“, að Kremlverjar ,myndu‘ ráðast inn í Afganistan‘. Ég greindi blátt áfram frá því hvað þeir hefðu ekki gert fram til ársins 1973 þegar greinin var skrifuð, ekki hvað þeir ‚myndu‘ ekki gera í framtíðinni. Svo spámannlega vaxinn hef ég aldrei talið mig vera að ég gæti sagt fyrir um óorðna hluti. 4) Hannes segir ástæðu þess að hann sleppti nafni Svövu Jakobsdóttur úr upptaln- ingu þeirra sem sögðu sig úr ritnefnd Réttar árið 1982 hafa verið til að greinin yrði ekki ‚staglkennd‘. Það hefði verið ljóta staglið að hafa nafn Svövu með okkur hinum þrem! 5) Hannes hefur eftir nafngreindum mönnum að þekktir sósíalistar einsog til dæmis
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.