Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Síða 101

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Síða 101
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2012 · 4 101 en að þeirra áliti eiga margir hagfræð- ingar það til að fella af þeim stalli sama óvænta dóminn um hin ýmsu sam- félagslegu álitamál, þ.e.a.s. „einkavæð- ið!“. Hagfræðin eigi hins vegar fremur heima meðal t.d. félagsvísinda og jafnvel lista. Með þessu virðist mér þó ekki sem umræddir höfundar kasti barninu með baðvatninu, þ.e. varpi öllum hagfræði- legum rökum í stjórnmálaumræðu fyrir róða, enda gegna rök af því tagi mikil- vægu hlutverki í gagnrýni þeirra á frjálshyggjuna. En takist þeim að sýna fram á þetta ofdramb hagfræðinnar telja þeir sig um leið geta svipt frjálshyggjuna tilkalli sínu til vísindalegra yfirburða yfir aðrar stjórnmálastefnur og að hún glati þannig „samkeppnisforskoti“ sínu á þær. Miðjan harða og hentistefnan mjúka Það sem heimspekingurinn Stefán Snævarr býður upp á í stað frjálshyggj- unnar, er hafi átt „ekki eilítinn þátt í hruni Íslands og kreppu heimsins“ (13), er engin algild samfélagsskipan til handa öllum jarðarbúum, heldur „móteitur“ sem hann nefnir „miðjuna hörðu og hentistefnuna mjúku“. Eins og nafn þessa elixírs gefur til kynna eru birtingarmyndir hans ólíkar eftir aðstæðum. Ekki sé því um að ræða stjórnmálastefnu sem væri gagnstæð en samhverf frjálshyggjunni, eins og Stefán álítur marxismann vera, heldur sveigj- anlega afstöðu sem hafni kreddufestu bæði til hægri og vinstri. Núverandi aðstæður krefjist þess hins vegar að gagnrýnin beinist að mestu að hægri kreddum, þ.e. þeim sem í sameiningu skilgreini frjálshyggjumanninn. Þær eru: a) „enginn má hindra einstakling- inn í að gera það sem honum sýnist svo fremi hann skaði ekki aðra“, b) ríkið eigi ekki að gera annað en að vernda frelsis- réttindi einstaklingsins og c) sjá til þess að leikreglum markaðarins sé fylgt, því d) „frjáls markaður er kjölfesta frelsis- ins“ og e) „tryggir mönnum betri kjör en önnur efnahagskerfi“ (25). Stefán bendir t.a.m. á að kennisetn- ingar (d) og (e) séu engan veginn augljós sannindi, enda megi mótsagnarlaust halda öðru fram, og tínir hann til ýmsar vísbendingar þess að þær verði heldur ekki studdar út frá reynslu undangeng- inna áratuga. Þannig sé það ríkið sem helst geti tryggt að markaðsviðskipti fari fram með sæmilega frjálsum hætti og það sé fremur blandað hagkerfi en alger- lega frjáls markaður sem tryggi bestu kjörin. Hann hafnar því ekki að einka- fyrirtæki búi yfir mikilvægri þekkingu og innsýn sem geri þeim kleift að þróa ýmsar nýjungar – en það þýði heldur ekki að ríkið einkennist þar með af þekkingar- og frumkvæðisskorti, heldur hafi það oft betri yfirsýn, auk þess sem einkafyrirtæki byggist gjarnan á þekk- ingu sem hafi orðið til vegna þess að ríkið hafi veitt skattfé í rannsóknir sem höfðu ekki fjárhagslegan gróða að skammtímamarkmiði. Auk þess hafi fyrir löngu sýnt sig að á sumum sviðum eigi ekki að ríkja samkeppni milli einkaaðila, heldur fari best á því að ríkið annist þjónustu á borð við vitavörslu. Hyggilegast sé að ríki og einkaaðilar leiki saman af fingrum fram en ekki t.a.m. eftir niðurnjörvuðum áætlunum. Þetta má orða svo að í stað fylgispekt- ar við algildar formúlur leggi höfundur Kreddu í kreppu áherslu á mikilvægi þess að menn beiti dómgreind sinni við mismunandi aðstæður, enda ekki til sér- stök regla um hvernig eigi að fylgja reglum. Samfélögin og hefðir þeirra séu ólíkar og því sé ekki hægt að halda því fram í nafni meintrar fræðikenningar að mannseðlið sé eitt og hið sama á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.