Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Síða 109
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2012 · 4 109
vegar er Örlagaborginni mér vitan-
lega ekki ætlað að vera greinargerð
um sögulegar birtingarmyndir frjáls-
hyggjunnar heldur umfram allt að
svipta klassíska hagfræði sakleysis-
dulu sinni og tilkalli til óskeikulleika.
Ber því að skoða málflutning höfund-
ar í því ljósi. Raunar gerir Einar Már
þann fyrirvara við þá skýru mynd
sem hann dragi af stefnunni að frjáls-
hyggjumenn „skortir […] aldrei rök
til að brjóta gegn eigin reglum ef þeir
álíta að það henti hagsmunum þeirra
betur, og sjá ekki nokkra minnstu
mótsögn í því. […] Þess vegna er út í
hött að ímynda sér að eitthvert regin-
djúp þurfi að liggja á milli frjáls-
hyggju og klíkukapítalisma“ en sú
aðgreining er einmitt kjarninn í upp-
gjöri íslenskra frjálshyggjumanna við
hrunið; „þvert á móti er […] frjáls-
hyggjan afskaplega handhægt tæki
sem klíkukapítalisminn getur beitt
fyrir sig“. (33)
4) Einnig kann gagnrýni Atla á beitingu
Hagmennisins í Örlagaborginni að
vera réttmæt. Hins vegar lítur frjáls-
hyggjan – sem stjórnmálastefna en
ekki aðeins hagfræðikenning – á
gróðaleit í samræmi við hegðun Hag-
mennisins sem bæði eðlilega og æski-
lega og að það sé því til marks um
þröngsýni að standa í vegi fyrir
henni. Svo dæmi sé tekið af handa-
hófi um slík viðhorf má rifja upp
glefsur úr ræðu Þórs Sigfússonar,
þáverandi framkvæmdastjóra þess
sem þá hét Verslunarráð Íslands, frá
árinu 2004:
Stóra hugarfarsbreytingin í samfé-
laginu er auðvitað að við samfögnum
þeim sem græða í stað þess að for-
dæma þá eins og áður tíðkaðist. […
En sú] umræða sem hér fer nú fram
um markaðsráðandi öfl og auðhringa
hefur án efa haft neikvæð áhrif á þá
þróun sem þegar var farin af stað í
fjárfestingum fyrirtækja á sviðum sem
áður hafa verið nær alfarið einokuð
af ríkinu. […] Öll þessi umræða nú er
að leiða til þess að athafnamenn, sem
hefðu hugsanlega lagt fé í verkefni
á þeim sviðum sem þörf er á einka-
framtaki í, halda að sér höndum. Þeir
vilja ekki verða sakaðir um að stefna
að því að eignast Ísland og kunna sér
ekki hófs með því að bjóðast til að
eiga og reka Sundabraut, tónlistar- og
ráðstefnuhús, hjúkrunarheimili eða
jafnvel skóla.[…] Þetta var kannski
einmitt það sem andstæðingar frjáls
markaðsbúskapar og einkavæð-
ingar vildu sjá að gerðist með þessari
umræðu um græðgi fyrirtækja og
íslenska auðhringi […].13
Það var því, samkvæmt Þór, „þessari
umræðu“ að kenna að ekki tókst að
einkavæða „hjúkrunarheimili eða jafn-
vel skóla“ og reka þau af sama glæsibrag
og önnur „markaðsráðandi öfl og auð-
hringa“ hér á landi. Eflaust má, að hætti
frjálshyggjumanna í dag, reyna að halda
því fram að það ævintýri allt hafi ekki
varðað stefnu þeirra á neinn hátt þar eð
henni hafi ekki verið framfylgt í ómeng-
aðri mynd. En ef það telst ekki lengur
vera frjálshyggja að skipta opinberum
embættismönnum út fyrir fjárfesta sem
eðlilegt teljist að hegði sér eins og Hag-
menni, eins og mér virðist Þór boða hér,
vildi ég gjarnan vita í hverju sú stefna
geti enn falist í sinni tærustu mynd.
Fjölbrigði mannheima
Ekki er að finna einhlíta skýringu fyrir
því í Kreddu í kreppu hvers vegna frjáls-
hyggjan hafi orðið á ný svo áhrifamikil
undanfarna áratugi en seinna bindi
Örlagaborgarinnar er ætlað að skýra
upprisu hennar úr ríki dauðra hug-
mynda. (En hversu „dauð“ var hún þá í
raun og veru?) Spurning er hvort höf-