Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Síða 131

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Síða 131
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2012 · 4 131 mein og fortíð“, bokmenntir.is, sjá: http:// www.bokmenntir.is/desktopdefault.aspx/ tabid-3409/5648_read-29199/. 5 Sigmund Freud, „Hið óhugnanlega“, Listir og listamenn. Ritgerðir, Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 2004, bls. 191–233, hér bls. 212–214. 6 Sigmund Freud, „Inngangur“, Psychoana- lysis and the War Neuroses, London o.v.: The International Psycho-Analytical Press, 1921, bls. 1–4, hér bls. 2–3. 7 Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritdómur fluttur í Víðsjá í Ríkisútvarpinu 25. nóvember 2011, sjá: http://www.ruv.is/frett/bokmenntir/ domur-um-jojo. Páll Valsson Sauðlauks upp í lygnum dali Sölvi Björn Sigurðsson: Gestakomur í Sauðlauksdal. Sögur Reykjavík 2011. Fullt heiti þessarar skáldsögu er reyndar ívið lengra en hér að ofan greinir: Dálít- ill leiðarvísir um heldri manna eldunar- aðferð og Gestakomur í Sauðlauksdal eður hvernig skal sína þjóð upp reisa úr öskustó. Þetta er í stíl og anda sögutím- ans, upplýsingaraldarinnar, þar sem lýs- andi titlar voru ráðandi; áform bókar og markmið skyldu vera skýr og ljós í titli, en líka sett fram af tilheyrandi auðmýkt því þótt upplýsingarmenn hafi leitast við að færa út mörk mannlegrar við- leitni og leitt skynsemina til öndvegis, þá voru þeir enn þeirrar meginskoðunar að öll okkar viska kæmi frá guði. Það beið 19. aldar og svo þeirrar 20. að tak- ast á við trúarbrögðin. Á þeirri 18. voru Guð og konungurinn enn þau ljós sem skærast lýstu á mannlífið. Þannig litu helstu upplýsingafrömuðir Íslands á hlutina og þar á meðal söguhetjur þess- arar bókar, séra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal og mágur hans, Eggert Ólafsson, sem Jónas Hallgrímsson taldi „mesta mann sem Ísland hefur alið“. Það álit var auðvitað ekki út í bláinn, fremur en annað frá Jónasi. Eggert var hans stóra fyrirmynd, fjölhæfur nátt- úruskoðari og skáld, hugdjarfur og dug- legur, baráttumaður gegn bábiljum og gekk fyrstur manna á Heklu, samdi hag- nýt rit sem öll áttu að stuðla að bættu og fegurra mannlífi og menningu á Íslandi. Um Eggert yrkir Jónas líka sitt metnað- arfyllsta kvæði, sjálf Hulduljóð þar sem hann lætur Eggert stíga marvotan upp úr þeim Breiðafirði sem hann drukkn- aði í, ganga á land og spjalla við náttúr- una sem var honum svo hugstæð: „Smá- vinir fagrir, foldarskart …“ Og hvert skyldi Jónas leiða Eggert í Hulduljóðum nema í Sauðlauksdal þar sem Björn Halldórsson, mágur Eggerts, og Rannveig systir hans höfðu búið slíku fyrirmyndarbúi að Eggert hafði ort um heilan Búnaðarbálk. Ekki ein- ungis voru þar mærðir búskaparhættir Björns mágs og tilraunir með káljurtir og kartöflur, heldur líka hið góða og fagra mannlíf sem þar þreifst, „af því að hjónin eru þar/ öðrum og sér til glað- værðar.“ Um mannlífið í Sauðlauksdal orti Eggert líka Lysthúskvæði: „Undir bláum sólarsali, Sauðlauks upp í lygnum dali, fólkið hafði af hanagali, hversdags- skemmtun bænum á, fagurt galaði fugl- inn sá …“, sem stundum er enn sungið, þótt kveðskapur Eggerts hafi almennt elst misjafnlega vel. Nafn sitt dró kvæð- ið af lysthúsi því sem Björn reisti skammt frá bænum, að erlendum sið og sýnir bæði hversu innblásinn hann var af framandi menningu í víðum skiln- ingi sem hann hafði kynnt sér og hversu einbeittur og staðráðinn hann var í að uppfræða landa sína.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.