Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Page 134

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Page 134
D ó m a r u m b æ k u r 134 TMM 2012 · 4 Kristján Þórður Hrafnsson Uppreisn gegn afhelgunar- skyldunni Sigurður Pálsson: Ljóðorkusvið, JPV útgáfa, 2006, Ljóðorkuþörf, JPV útgáfa, 2009, Ljóðorkulind, JPV útgáfa, 2012. Hin dulda merking Í heimi þar sem fólk er stöðugt að leita að hughreystingu, vill efla sig og styrkja, til dæmis með hjálp fæðubótarefna, rétts mataræðis, jóga, líkamsræktar og lífsspekirita ýmiskonar, er ekki ólíklegt að sú spurning geti vakið forvitni hvað hún eiginlega sé þessi ljóðorka sem skáldið Sigurður Pálsson heldur fram að manneskjan eigi völ á – og hafi jafnvel beinlínis þörf fyrir. Í titlum þriggja síðustu ljóðabóka Sig- urðar er vísað til þessa dularfulla krafts, en þær heita Ljóðorkusvið, Ljóðorkuþörf og Ljóðorkulind. Saman mynda þessar bækur eina heild, þriggja bóka ljóða- flokk, þann fimmta af því tagi sem skáldið hefur sent frá sér á ferlinum. Kannski er ekki hægt að segja að Sig- urður skilgreini neins staðar í þessum bókum ljóðorkuna með beinum hætti, enda vafamál hvort slíkar skilgreiningar ættu heima í ljóðlist. Aftur á móti lýsir hann virkni hennar og áhrifum og við lestur ljóðanna opinberast lesandanum smám saman hvers konar töframátt skáldið er að tala um. Ljóðorkan er – eftir því sem sá sem hér ritar fær best skilið – kraftur sem fyllir huga okkar þegar við skynjum frammi fyrir lífinu sjálfu, líkt og við værum niðursokkin í lestur góðs skáldskapar, hina dýpri merkingu hlutanna, ekki bara það sem blasir við á yfirborðinu heldur það sem leynist undir niðri. Þegar við lítum hið kunnuglega í framandi ljósi, sjáum nýjar hliðar, stærra samhengi, óvæntar teng- ingar, áður óþekkta möguleika. Þegar næmi okkar skyndilega eykst, doði van- ans víkur og við skynjum á ferskan hátt fegurðina í lífinu og gleðina en líka treg- ann, harminn og hverfulleikann. Ljóð- orkan streymir til okkar þegar við munum eftir því að svo margt í lífinu hefur ekki fyrirfram ákvarðað og óbreytanlegt gildi eða vægi heldur er á vissan hátt, líkt og í ljóði, hálfkláruð mynd, hálfsögð saga, margrætt tákn, eitthvað sem við sjálf, út frá okkar eigin reynslu, með skynjun okkar og túlkun gæðum merkingu. Glíma mannshugans við að finna merkingu í tilverunni er í raun höfuð- yrkisefni Ljóðorkubókanna þriggja. Að baki býr sú trú skáldsins að slík leit geti skilað árangri. Hvort sem Sigurður yrkir um tré og skóg, síðasta vetur sinn í menntaskóla sem var mikilvægur mót- unartími fyrir leitandi og skrifandi ung- menni, lífsfögnuðinn eða svonefnda útrás viðskiptalífsins og áföllin í efna- hagslífi þjóðarinnar á síðustu árum fela ljóð hans í sér hugleiðingar um merk- ingu. Baráttan stendur um hvert orð Ofurlítið dæmi: Hægt er að kalla lánadrifna þenslu góðæri Já baráttan stendur um hvert orð (Ljóðorkuþörf, bls. 88).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.