Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Síða 141

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Síða 141
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2012 · 4 141 kjallara bókasafnsins. Minningarnar um frelsið „utandyra“ halda lífinu í fólk- inu og af þeim sökum reynir það að valda sínu „hlutverki“ eins vel og kostur er. Einu sinni í viku „fá“ íbúarnir að vera frjálsir. Þeir fá að dansa á torginu, drekka sig fulla og reykja hass. Allir lifa í þeirri von að einn daginn verði „leikritið“ sýnt og að þá muni dyrnar út í frelsið opnast. En ekkert ger- ist. Árin líða og með reglulegu millibili brotnar einhver niður og er færður brott á einhvern hræðilegan stað þar sem hans bíða pyntingar og dauði. Fyrir utan ógnina sem stöðugt vofir yfir minnir sagan á ósköp venjulega þorpssögu þar sem hver og einn lifir sínu lífi. Lesand- inn er kynntur fyrir ótal persónum, fær að heyra sögu þeirra sem allar tengjast stúlkunni á einn eða annan hátt. Því hún er forvitin og opin og gefst aldrei upp á að kanna innviði þorpsins. Stúlkan er eina barnið í þorpinu. Hún er líka eini íbúinn sem þekkir ekki annað líf en þorpslífið. Sem ungabarn var hún skilin eftir við hlið þorpsins, eins og hver annar útburður, og af náð og miskunn ákváðu ráðamenn þorpsins að leyfa barninu að lifa. Henni voru „færðir“ foreldrar sem heita Haukur og María og áttu eitt sinn unaðslegt líf utan veggja þorpsins. Þegar þau komu til þorpsins voru þau „pöruð“ saman og neyðast til þess lifa sem par, þótt gjör- ólík séu, og þau neyðast líka til þess að takast á við hlutverk foreldra því ráða- mennirnir hafa ákveðið það. Haukur og María geta ekki annað en tekið við þessu rauðhærða telpukorni sem þau gefa nafnið Nína Björk í höfuðið á Nína Björk Árnadóttur, uppáhaldsskáldkonu Maríu og hún matar stelpuna sína á skáldskap hennar frá unga aldri. Og 12 ára gömul kann hin unga Nína skálds- skap nöfnu sinnar utan að og flytur eftir hana ljóð alla sunnudaga á torginu. Fæstir átta sig á innihaldi ljóðanna en hlusta þó því allir virðast gera sér grein fyrir því að í stúlkubarninu felst von um betra líf. Trúir þú á töfra? er ekki einföld aflestrar. Bókin er hlaðin vísunum í skáldskap, og raunar farin sú nýstárlega leið að gera grein fyrir þessum vísunum aftan við verkið, og getur lesandi þannig áttað sig á þeim margslungna vefnaði sem hér er ofinn úr orðum. Sjálf er sagan óhugnanleg dystópía þar sem íslenskt samfélag er í óljósri framtíð orðið að alræðisríki. Um leið hefur sagan að geyma nístandi sýn á okkar daga og þar má finna augljósa til- vísun til kreppunnar; María er teymd inn í þorpið með gylliboðum en Haukur er færður þangað nauðugur viljugur fyrir glæp sem aldrei kemur fram í hverju var fólginn. Höfundur talar um „úrsérgengna“ drauma (184) sem er bein tilvísun til þeirra sem létu blekkjast, eins og María, töpuðu öllu og eru núna lokaðir inni í eigin „víti“. Í bókinni sjáum við heilt samfélag í álögum, á valdi illra töfra sem allir trúa á. Allir leika sitt hlutverk í leikriti sem enginn áttar sig fyllilega á. Allt snýst um að fela, þegja og ljúga. Út á við er allt slétt og fellt en inni við ríkir grimmd, hatur og ofsóknir. En í bókum Vigdísar Grímsdóttur er alltaf „útgönguleið“. Og sú leið er oftast í gegnum skáldskap og listir. Hún skrif- ar oft grimma texta en þeir eru líka seiðandi – þar eru líka töfrar, magnaður hvítigaldur. Og það er alltaf skáldskap- urinn sem bjargar tilverunni. Hin unga Nína í bókinni lifir í gegnum skáldskap nöfnu sinnar, sem og annarra skálda, og hún lifir líka í myndlistinni. Hún fær leyfi til þess að mála rauða ketti á múr- inn en kettir eru „dýr slægðar og vits- muna“ (178). Kötturinn fer sínar eigin leiðir og það veit hin unga Nína Björk.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.