Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Page 35

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Page 35
S é r ð u þa ð s e m é g s é ? TMM 2014 · 2 35 Hann reyndi af alefli að opna augu þjóðar sinnar fyrir því hvað það hefur í för með sér að lífið sé félagsskapur: allt tengist. Eyja á borð við Ísland er eitt allsherjar vistkerfi með ótal flóknum og misjafnlega samanflæktum ferlum og þegar átt er við vatnabúskapinn á Austurlandi hefur það áhrif á fiskigegnd við landið og þar fram eftir götunum: alltaf þarf að skoða náttúruna sem heild. En þessi vistfræðilegi hugsunarháttur lá líka að baki því hvernig honum þótti réttast að skrifa um náttúrufræði. Hann notaði stundum hugtakið blettafriðun um það þegar tilteknir blettir eru friðaðir en aðrir ekki svo að friðunin verður gagnslaus. Eins mætti líkja sýn hans á hefðbundna miðlun á náttúrufræði, eðlisfræði, efnafræði, jarðfræði, veður- fræði og hvað þær heita allar þessar greinar sem mörgu ungmenninu hafa reynst svo óbærilega leiðinlegar: í hans augum var þetta blettamiðlun. Þegar hann var að semja námsefnið fyrir Námsgagnastofnun, vildi hann samþætta efnið og kenna það í samhengi við menningarlegt umhverfi og atvinnuhætti, því að honum var það gersamlega hulið hvers vegna girðingar ættu að vera milli ýmissa sviða mannlegrar þekkingarleitar: Og þess vegna eru engar tvær opnur eins í verkum hans og þess vegna var honum svo tamt að nálgast til- tekin efni úr mörgum að því er virtist ólíkum áttum. * Með árunum urðu tíðari í verkum hans hugleiðingar leitandi sálar. Einhver kynni kannski að sjá vissa dulhyggju í skrifum hans en hann var eigi að síður eindreginn skynsemishyggjumaður. Í gegnum allt hans verk má greina togstreitu hins vísindalega viðhorfs náttúrufræðingsins og trúarlegs viðhorfs listamannsins. var Guðmundur Páll náttúrufræðingur sem skrifaði bækur? Eða var hann listamaður sem lagði stund á náttúrufræði? Allt tengdist; hann var renesansmaður, fjölfræðingur, náttúrverndari sem sá eitthvað og skynjaði eitthvað sem hann varð að deila með þjóð sinni. En í síðasta verki sínu um vatnið stígur hann út úr rammanum í mörgum skilningi: ekki er aðeins meira en helmingur verksins um vatnið í öðrum löndum en Íslandi, eðli vatnsins og þýðingu þess á heimsvísu – heldur tekst hann þar líka á við hugmyndalegar hræringar innra með sjálfum sér meira en í fyrri verkum; þetta er persónulegasta verk hans og þar glímir hann við trúarleg efni í ríkari mæli en áður. Hann leitar í norræna goðafræði; og hann gerir upp við kristna trú og arfleifð af virðingu en afdráttarleysi og setur síðan fram eigin trúar- kennd sem má segja að kristallist í sögunni fallegu sem hann segir af kúnni sinni, henni Sóley, sem verður honum að tákni Jarðarinnar, sjálfrar alheims- kýrinnar. Hann glímir við sjálfa skilgreininguna á lífinu og gerir síðan gaiju- kenningu James Lovelock að sinni, eftir töluvert sálarstríð. Sú kenning snýst um að kerfi Jarðar hegði sér eins og eitt sjálfstillandi kerfi – og að líta beri á Jörðina sem einn lífheim, eins og við lítum á lífveru – sú kenning er í anda þeirra grundvallarsjónarmiða sem Guðmundur Páll starfaði eftir alla sína
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.