Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Page 110

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Page 110
R e y n i r A x e l s s o n 110 TMM 2014 · 2 Þótt meint dæmi um ólykt í óperum Wagners séu ekki fleiri er grein Weiners ekki alveg búin; hann á eftir að tala um Parsifal, en þar eiga Kundry og Klingsor að vera gyðingarnir hötuðu. En nú bregður svo við að bæði Kundry og blómastúlkur Klingsors ilma bara ágætlega. Kollvarpar þetta ekki kenningunni? Nei, engan veginn, segir Weiner, og það er engu líkara en hann hafi sjálfur verið á staðnum til að anda að sér lyktinni. Þetta er, segir hann, af því að þær hafa brugðið yfir sig ilmgrímu [olfactory mask]. Í fyrri verkum Wagners var óþefur af gyðingum, segir Weiner (og við höfum nú þegar greint frá öllu því sem hann hefur fram að færa til að styðja þá fullyrðingu), en nú bregða gyðingarnir yfir sig „sjúklega sætri lykt veraldar sem er í órafjarlægð frá angan hreinlífis og háleitra hugsjóna“. Það eru orð Weiners, og þau falla af sjálfsdáðum niður í hyldýpi fáránleikans; það þarf ekki mína hjálp til að ýta þeim fram af brúninni. En ég vil samt fá að bæta við að ég hef sjaldan séð jafnmetnaðarfullar markmiðsyfirlýsingar lyppast niður í jafnaumingjalegu rökþroti og í þessu mesta afreki hugvísindanna í Bandaríkjunum árið 1995. Gamaldags mansöngur Eitt af því sem stundum er haldið fram er að söngstíll Beckmessers eigi að minna á staðalímyndir af tali og söng gyðinga. Í fyrstu Beckmesser-grein sinni eyðir Barry Millington þremur blaðsíðum43 í að tala um hebresku, jiddísku og Mauscheln (það orð var notað um jiddískt tal, oft í niðrandi tóni, og kannski stundum um jiddískumælandi gyðinga að tala þýzku); ég veit ekki til hvers, því að Beckmesser talar ævinlega óaðfinnanlega þýzku (ef við lítum framhjá því að ljóðformið þvingar Wagner oft til að nota dálítið óeðlilega og klaufalega setningaskipan, bæði hjá Beckmesser og öðrum persónum), enda nefnir Millington engin dæmi um annað. Samt talar hann um að Beckmesser „einkennist“ af „skemmdu málfari“ [damaged language], en það er óútskýrt og mér hulin ráðgáta hvað átt er við. Annað sem á að til- heyra staðalímynd gyðinga er að þeim liggi hátt rómur; og Millington segir (bls. 256) að hlutverk Beckmessers sé skrifað [designated] fyrir bassa, en liggi svo hátt að jafnvel baríton eigi oft erfitt með það; og að hátt tónsvið eigi að aðskilja gyðinga frá germönum í óperum Wagners. En Beckmesser er ein- faldlega baríton-hlutverk, þótt vissulega standi „bassi“ við hlutverkið fremst í raddskránni. En það skýrist af því að Wagner kallar öll karlhlutverkin í óperunni annaðhvort bassa eða tenór án frekari aðgreiningar, þótt þau hafi ólík tónsvið; það virðist einungis fara eftir því hvort hlutverkið er skrifað í bassalykli eða tenórlykli. Bakarinn Kothner hlýtur líka að teljast baríton- hlutverk enda í svipaðri tónhæð og Beckmesser. Hlutverk Hans Sachs liggur einnig hátt; hann er gjarnan flokkaður sem bassa-baríton. Beckmesser þarf einu sinni að syngja hátt (einstrikað) a, nefnilega þegar hann fer dansandi út úr verkstæði Sachs í þriðja þætti; allar aðrar háar nótur hlutverksins þarf
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.