Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Page 117

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Page 117
R i c h a r d Wa g n e r o g g y ð i n g a r TMM 2014 · 2 117 valds herramerkingu sem orðið „master“ hefur í ensku. „Master race“ er ekki „Meisterrasse“ á þýzku, heldur væri bein þýðing „Herrenrasse“, en „master race“ er kannski frekar þýðing á orðinu „Herrenvolk“, sem nazistar notuðu gjarnan. – Í útbreiddri enskri þýðingu Parsifal-textans eru orðin „Ich sah sie welken, die einst mir lachten“ þýdd sem „I saw them wither, those who once laughed at me“, eða með öðrum orðum „Ég sá þær visna sem eitt sinn hlógu að mér“, og það hef ég svo séð túlkað þannig að hér sé Parsifal að hlakka yfir hve illa fór fyrir þeim sem gerðu grín að honum og það svo borið saman við álíka tilvitnanir í ræður Hitlers. En réttari þýðing væri „Ég sá þær visna sem eitt sinn hlógu við mér.“ – Það fráleitasta sem ég hef rekizt á í þessum efnum er þó útlagning á lokaorðunum um Beckmesser í Meistarasöngvur- unum, „Er stürtzt wüthend fort und verliert sich unter dem volke“, „Hann þýtur fokreiður í burt og hverfur innanum mannfjöldann.“ Einhver spakur fræðimaðurinn vildi lesa orðið „unter“ í setningunni sem „undir“ og taldi að Beckmesser hverfi undir mannfjöldann; með öðrum orðum að hann sé troðinn undir, og að þetta beri að skilja sem ákall Wagners um að aríski kyn- stofninn eigi að fótumtroða gyðinga.] Jafnvel þótt við gengjumst inn á að í söng Walthers megi finna til- vísun til Grimm-bræðranna er ekki gott að sjá nein tengsl söngtextans við söguna um gyðinginn í þyrnigerðinu. Að veturinn hafi tekið sér bólsetur í þyrnigerði (eins og Beckmesser í merkjaraklefanum) og bíði þar í leyni, væntanlega til að geta ráðist á einhvern, og að uglan fljúgi út úr þyrnigerðinu til að vekja hrafnakórinn virðist ekki eiga neitt skylt við ævintýrið um gyðinginn, þar sem þyrnigerðið er ekki bústaður, heldur kvalastaður. Raunar virðist aðeins eitt vera sameiginlegt báðum textum, og það er orðið „Dornenhecke“, „þyrnigerði“. Í Meistarasöngvurunum á það greinilega að vísa til merkjaraklefans. Ef við vildum leita að tilvísunum til Grimm- bræðra, væri þá ekki eðlilegra að leita til miklu þekktara ævintýris, þar sem þyrnigerði hóf sig hátt, nefnilega ævintýrisins um Þyrnirós? Þyrnigerðið í þeirri sögu er ennþá hættulegra en í sögunni um gyðinginn, því að það er fullt af dauðum kóngssonum sem létu þar lífið í leit að sofandi kóngsdóttur. En slík túlkun gengur alls ekki – ekki vegna þess að hún sé nokkuð fráleitari en hin, heldur af því að hún styður ekki fyrirfram gefna fordóma fræði- mannanna sem um málið fjalla. Hver er þá Beckmesser? Er Beckmesser kannski skopmynd af gagnrýnandanum Eduard Hanslick, eins og margir halda fram? Eitt sem gæti bent til þess er að Wagner ætlaði einhverntíma að gefa Beckmesser nafnið „veit Hanslich“, en hætti við. Auðvitað er ljóst að einn tilgangurinn með persónu Beckmessers er að gefa olnbogaskot þeim gagnrýnendum sem voru gamaldags og kunnu ekki að meta nýjungar í tónlist, eins og í tónlist Wagners. Hanslick var fremstur í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.