Blik - 01.06.1980, Blaðsíða 8
venjulega nefndur utan Eyjanna,
keyptu Vestmannaeyingar af
danska ríkinu. Það kom til Eyja í
marzmánuði 1920.
Næstu 6 árin gerðu síðan Vest-
mannaeyingar þetta skip út við
björgunarstörf og landhelgisgæzlu.
Árið 1926 var skipið selt íslenzka
ríkinu.
Á þessum 6 árum, sem Eyjamenn
gerðu skip þetta út, vaknaði skiln-
ingur ráðandi manna íslenzku þjóð-
arinnar á því, hversu landhelgisgæzla
við strendur landsins væri aðkall-
andi nauðsyn. Og þá ekki síður
björgunarstörfin. Sá skilningur
leiddi til þess, að rikissjóður lét
smíða björgunar- og varðskip er-
lendis. Jafnframt keypti hann Vest-
mannaeyja-Þór og stofnaði þar
með til allsherjar landhelgisgæzlu
og björgunarstarfs.
Vestmannaeyja-Þór strandaði á
Sölvabakkaskerjum utan við
Blönduós í desembermánuði 1929.
Svo liðu 43 ár. Þá frétti Hermann
Einarsson ritstjóri Eyjablaðsins
Dagskrár, að skrúfunni af Vest-
mannaeyja-Þór hefðu verið bjargað
á land. Þá skrifaði hann í blað sitt á
þessa leið: „Hvernig væri að bæjar-
völdin reyndu að nálgast þennan
hlut, sem væntanlega gæti orðið
verðugur minnisvarði um það fram-
tak og forustuhlutverk, sem Vest-
mannaeyingar höfðu í landhelgis-
málum íslendinga?“
Hér var vissulega við manninn
mælt. Stjórnarmenn Björgunar-
félags Vestmannaeyja undir forustu
Jóns I. Sigurðssonar og Lárusar
Ársælssonar brugðust skjótt við og
festu kaup á skrúfunni.
Þegar Ólafur Á. Kristjánsson frá
Heiðarbrún við Vestmannabraut,
fyrrverandi bæjarstjóri kaupstaðar-
ins, fékk þessar fréttir, tók hann að
hugleiða, hvernig gera mætti skrúf-
una að verðugum minnisvarða hins
mikla og mikilvæga framtaks og
brautryðjendastarfs Eyjafólks í
björgunar- og landhelgismálum
íslenzku þjóðarinnar.
Svo dundi gosið yfir, og hugir
manna festust við afleiðingar þess.
Allt, sem varðaði hugsjónamál og
menningarleg minni lagðist í lágina.
Árið 1976 tók Ól. Á. Kr. að hug-
leiða á ný, hvernig gera mætti
skrúfuna af Vestmannaeyja-Þór að
verðugum minnisvarða. Þetta varð
honum hugsjón. Hann er fagteikn-
ari eins og kunnugt er, og hann
gerði margar teikningar af hugsan-
legu minnismerki og fórnaði til þess
mikilli vinnu og töluverðum fjár-
munum. — Og smám saman nálg-
aðist hugsjónin veruleikann. Enda
voru undirtektir stjórnarmanna
Björgunarfélags Vestmannaeyja
drengilegar og hvetjandi og margra
fleiri Eyjamanna.
Hinn 18. marz 1977 skrifaði
Ólafur Á, Kristjánsson grein í
Eyjablaðið Dagskrá. Greinina
nefndi hann „Steinn í vörðu
minninganna um afrek forfeðr-
anna“. Þar lætur hann í ljós,
hversu ánægjulegt það væri Eyja-
fólki í heild að reisa „minnismerki
6
BLIK