Blik - 01.06.1980, Blaðsíða 29
félög. Það var á Norðurlandi.
Þarna voru lög í 13 greinum ein-
róma samþykkt á þessum fundi og
undirrituð af stofnendum. Þar segir
svo í 1. gr.: „Tilgangur og ætlunar-
verk félagsins er að styðja að fram-
förum sveitarmanna í sem flestum
efnum, einkum í búnaði og öðrum
atvinnuvegum....“ Framfarafélag-
•ð var öðrum þræði almennt menn-
ingarfélag í Eyjabyggð. Hver
félagsmaður: „undirgengst að gera
á heimili sínu sem mest hann orkar
af því, er til umbóta og framfara
horfir, svo sem að bæta eftir
föngum ræktun og hirðingu túna og
matjurtagarða, meðferð haglendis,
kyn og meðferð fénaðarins, lunda-
og fýlaveiðipláss, húsaskipan og
hreinlæti, meðferð fisks og
vöruvöndun.....“ Einnig segir þar í
fundargjörð:
„Fyrirlestra og samræður um
búnaðarmál og önnur framfaramál
skal einnig halda á aðalfundi, eftir
því sem föng eru á.“ ....„Á haust-
fundi skal leggja fram og rannsaka
skýrslu um athafnir félagsmanna á
umliðnu sumri, útbýta verðlaunum
til þeirra, sem til verðlauna hafa
unnið á sumrinu,....... og semja
áætlun um það, sem félagið vill
setja sér fyrir áætlunarverk á kom-
andi hausti og vetri og halda um-
ræður um búnaðarmál og önnur
framfaramál,....svo sem ásetning,
fóðrun og hirðing fénaðar, tó-
vinnu, smíðar, byggingar, búreikn-
inga o.fl.“ Framfarafélagið kaus
sér umsjónarmenn til þess að kynna
blik
sér framkvæmdir félagsmanna, sér-
staklega þau störf þeirra, sem félagið
veitti verðlaun fyrir, og gefa stjórn
félagsins skýrslu um þau... „Engin
verk má telja félagsverk, sem ekki
eru vel af hendi leyst, og eiga
umsjónarmennirnir að gefa vottorð
um þetta“, segir þar.
Eins og ég tók fram, þá stofnuðu
11 Eyjamenn Framfarafélagið. Þar
af voru 7 ábúendur jarða á Heima-
ey. Næstu 13 árið bættust 25 við
félagatöluna. Þar af voru 17 ábú-
endur jarða.
Hinn 24. sept. 1893 hélt Fram-
farafélagið 3. fund sinn. Þá var
aðalumræðuefni félagsmanna það,
hvernig hefta mætti uppblástur
landsins vestur á Flötum og í Sand-
skörðum, svo og annars staðar á
Heimaey, þar sem sand- og moldar-
rof og önnur landspjöll færu vax-
andi. Rætt var um að sá melfræi í
sandinn, girða rofin af og banna
gjörsamlega að rífa rætur eða rofa-
lýjur úr bökkum, því að það yki
uppblástur landsins.
Á4. fundi félagsins 15. okt. sama
ár var fundarmönnum, sem voru 7
talsins, kynntar reglur um styrkveit-
ingar úr landssjóði til búnaðar-
félaga. Þá var samþykkt að leggja
mesta áherzlu á jarðabætur, svo
sem túnasléttun, gerð safngryfja og
aukna áburðarsöfnun.
Sýslumaðurinn Jón Magnússon
hafði gefið Framfarafélaginu pen-
inga, og svo átti það þegar í sjóði
meirihlutann af félagsgjöldum fé-
lagsmanna. Rætt var um, hvernig
27