Blik - 01.06.1980, Síða 141
Þá fullyrtu lögregluþjónarnir, að
þeir hefðu oft orðið vitni að
miklum „heimilisófriði og heimilis-
vandræðum“, eins og þar er bókað,
og alltaf af völdum áfengisneyzlu,
og „stundum hafi þeir, sem heimil-
isófriðnum ollu eða heimilisvand-
ræðunum, haft undir hendi
brennsluspritt...., en glösin, sem
þeir voru með, voru merkt lyfja-
búðinni.“ — Þetta var vitnisburður
lögregluþjónanna.
Næst í þessu máli skyldi fara
fram munnlegur málflutningur. Þá
skyldi ég fá að mæta sjálfum hæsta-
réttarlögmanninum í almætti sínu
og lögfræðilegri tign. Þá yrði lög-
fræðileg speki á borð borin. — Gár-
ungar geta stundum verið svo orð-
margir og orðheppnir. — Þessi
maður var fyrrverandi bæjarfógeti í
Vestmannaeyjakaupstað, og þá og
fyrr og síðar hæstaréttarmálaflutn-
ingsmaður eins og þeir voru titlaðir
í mínu ungdæmi. Ég var stórhrifinn
í allri smæð minni.
Hinn munnlegri málflutningur í
bæjarþinginu átti sér ekki stað fyrr
en 18. maí árið eftir (1955). Sá
dagur er mér í mesta máta minnis-
stæður.
Þjónar bæjarþingsins voru seztir
við borðin sín, dómarinn, sem var
fulltrúi bæjarfógeta, og svo réttar-
vitnin. Bæjarþingsalurinn var þétt-
setinn, svo að hvert sæti var skipað.
Ég sat þarna í námunda við réttar-
þjónana og auður stóll var á móti
mér við borðið. — Við biðum með
eftirvæntingu eftir sóknarherra
lyfsalans, hæstaréttarlögmann-
inum. — Og svo gekk hann loks í
salinn og settist í auða stólinn gegnt
mér.
Mér féll strax illa svipurinn á
hæstaréttarlögmanninum. Drambið
og þóttinn leyndu sér þar ekki.
Hann var auðsýnilega sá, sem bjó
yfir vitinu mikla, hinni lögfræðilegu
alvizku og hinni óskeikulu dóm-
greind. — Illir straumar runnu mér
í blóð.
Svo hóf hæstaréttarlögmaðurinn
mál sitt og talaði stanzlaust í þrjár
klukkustundir. Margir voru þá
horfnir úr salnum, hundleiðir og
þreyttir á sál og líkama. Aðrir
höfðu skotizt þarna inn til þess að
skoða fólkið og hlusta á ræðuna.
Það reyndi vissulega á sálarlífið
að hlusta á allt þetta málæði, þar
sem fjallað var um heima og geima,
sem ekkert komu málefninu við, og
mjög fjarri því.
Eftir sem sé þrjár stundir hóf ég
varnarræðu mína, þreyttur og
hundleiður á málæðinu. Fyrst i stað
var mér þá ríkast í huga að lækka
eilítið rostann í andstæðingnum,
hleypa úr honum mesta hrokanum
með því að lítillækka hann. — Hin
illa gerð mannssálarinnar leynir sér
sjaldnast, vinur minn, ef hún er
þarna á annað borð, — og sálartetr-
inu er misboðið.
Ég hóf mál mitt með því að lýsa
yfir samúð minni með okkur öllum,
sem höfðum neyðzt til að sitja þama
í þrjár stundir til þess að hlusta á
þessa endemisþvælu úr hæstaréttar-
BLIK
139