Blik - 01.06.1980, Qupperneq 49
kvæmt byggingarbréfunum. Hér
þurfti að leysa bönd, sem um-
boðsmaður ríkisins, bæjarfógetinn,
gat orkað á, svo að leystust giftu-
samlega.
Stjórn hins nýstofnaða Búnaðar-
félags Vestmannaeyja leitaði fljót-
lega samvinnu við Búnaðárfélag
íslands um öll réttindi til handa
félögum sínum, sem æsktu þess að
fá land til ræktunar en gátu að svo
komnu máli ekki fengið það.
Sumarið 1924 sendi Búnaðarfélag
Islands til Eyja einn af ráðunautum
sínum, Methúsalem Stefánsson, til
þess að kynna sér ræktunaraðstöðu
alla þar, og hvernig leysa mætti
hnútana á hagkvæmastan hátt.
Nokkrum vikum eftir dvöl sína í
Eyjum skrifaði hann Búnaðarfélagi
íslands og Búnaðarfélagi Vest-
mannaeyja bréf, þar sem hann gerir
grein fyrir ferð sinni til Eyja og við-
horfum sínum til ræktunarmála
þar. Margan fróðleik hafði þetta
bréf að færa ráðandi mönnum um
málefni þessi, svo að ég leyfi mér að
birta hér töluverðan hluta þess, þar
sem mér hefur orðið lán það léð að
eignast það.
Búnaðarfélag íslands,
Lækjargötu 14, Reykjavík.
Gróðrarstöðin í Reykjavík.
Reykjavík, 8. sept. 1924.
Um miðjan júlí s.l. kom ég til
Vestmannaeyja eftir beiðni þaðan
til þess að auka mætti þar túnrækt-
ina og skapa þannig skilyrði fyrir
auknu kúahaldi og mjólkurfram-
leiðslu, sem nú skortir mikið á, að
sé fullnægjandi. Meðan ég stóð við
í Eyjum, fór ég um túnin og kring
um Helgafell með hr. skólastjóra
Páli Bjarnasyni.
Túnin bera með sér, að túnrækt-
arskilyrði eru góð í Eyjunum, enda
er aðstaða að því leyti betri þar en
víða annars staðar, að því nær
óþrjótandi sjávarfang berst þar á
land árlega með aflanum, og reynsl-
an þar og annars staðar hefur sýnt,
að það kemur að ágætu gagni við
grasræktina. Eflaust á þessi
áburður sinn þátt í því að tún eru
betri í Vestmannaeyjum, en annars
staðar á landinu, og það svo að um
munar, ef treysta má Hagskýrslun-
um. Eftir þeim hefur meðal töðu-
fengur yfir allt landið ekki náð 30
hestburðum (á 80 kg) af hektara að
meðaltali árin 1920-1922, en í Vest-
mannaeyjum hefur hann þessi 3
árin verið að meðaltali 71 hestburð-
ur af ha. Þetta skyldi vel athugað,
áður en menn hætta að nota
fiskifangið til áburðar sakir flutn-
ingskostnaðar, enda þótt túnin
færðust út og fjær með aukinni
ræktun.
Kringum Helgafell er enn mikið
land óræktað, og býst ég við, að
allmikið af því sé ekki öllu ver fallið
til ræktunar, en sumt af því, sem
þegar er ræktað.
Með tímanum og helzt sem allra
fyrst á að taka allt þetta land til
ræktunar, slægna og beitar og
byggja á þeirri reynslu, sem fengin
er um túnrækt í Eyjunum.
blik
47