Blik - 01.06.1980, Page 98
barnaheimili. Það sem afgangs var
þörfum þessara stofnana var selt í
tveim búðum, sem bærinn lét reka,
önnur að Hásteinsvegi 4 en hin í
Gimli við Kirkjuveg. Eftir að
Mjólkursamsalan hóf verzlun með
mjólkurvörur í Eyjum árið 1954
fékk bærinn að selja mjólk sína í
búðum hennar og hætti þá mjólkur-
sölu í sínum eigin búðum, — gaf frá
sér rekstur þeirra.
Árið 1962 seldi kaupstaðurinn
Dalabúið úr eigu sinni. Kaupendur
voru þeir Magnús Magnússon frá
Kornhól og Daníel Guðmundsson,
bifreiðarstjóri. Ekki leið á löngu
þar til M.M. var einn orðinn eig-
andi kúabúsins.
Mjólkin var flutt til neyzlu á
sömu staði og áður. Sú mjólk, sem
umfram var, seldi Mjólkursamsalan
fyrir eiganda kúabúsins í Dölum
eins og áður. Mjókurkaupendurnir
munu hafa kosið aðfluttu mjólkina
fremur en Dalabúsmjólkina sökum
þess, að Samsölumjólkin var geril-
sneydd. Kúabúið í Dölum dróst því
saman, en hænsnabú eigandanas óx
að sama skapi eða meir. Jafnframt
hafði M.M. Dalabúseigandi sauð-
fjárrækt (30 - 40 kindur) og hrossa-
rækt. — Svo kom að því að kúa-
búið í Dölum hætti að vera til. Þá
voru yngstu kýrnar seldar til sumra
sveita Suðurlandsins en eldri
kúnum lógað.
Svo dundi eldgosið yfir og allt
varð að litlu eða engu.
Mjólkursamsalan í Reykjavík hefur
mjólkursölu í Eyjum.
Þeim eilitla atburði gleymi ég
aldrei. Rétt eftir áramótin 1952/
1953 mættumst við Einar Gutt-
ormsson, sjúkrahússlæknir okkar
Eyjamanna, efst á Heimagötunni.
„Hér er illt í efni, Þorsteinn,“ sagði
læknirinn, „börn og aldrað fólk hér
í bæ líður stórlega sökum of lítillar
mjólkurneyzlu. Mjólkurskorturinn
í bænum er nú mjög alvarleg stað-
reynd, sem við verðum að bæta úr á
einhvern hátt. Þið í bæjarstjórninni
verðið að gera eitthvað til bóta í
þessum efnum, ella er voðinn vís.
Heilsa fólks er í hættu.“ Læknirinn
var óvenju þungur á brún, þegar
hann sagði þetta og viðkvæmnin og
áhyggjurnar leyndu sér ekki.
Orð læknisins settust að mér. Ég
tók að leggja höfuðið í bleyti. Hvað
gátum við gert? — Bærinn sjálfur
rak kúabú til þess að bæta úr bráðri
þörf í þessum efnum. Þar voru þá
50 - 60 mjólkandi kýr. — Ógæfan
var sú, að bændur og aðrir heimilis-
feður í byggðarlaginu, sem juku
mjókurframleiðslu sína á kreppu-
tímunum, höfðu dregið stórlega úr
mjólkurframleiðslunni og margir
þeirra hætt gjörsamlega þessari
framleiðslu. Á sama tíma hafði
fólksfjölgunin í bænum farið
vaxandi ár frá ári með aukinni út-
gerð og fiskvinnslu. Hvernig varð
sigrast á þessum erfiðleikum?
Ég íhugaði skrár og skýrslur
varðandi mannfjölda í Eyjum sl. 29
96
BLIK