Blik - 01.06.1980, Síða 132
mannabraut. Þá var það daglegur
viðburður, að 2-3 menn voru þar á
rölti meira og minna ölvaðir. Þeir
tóku m.a. börn tali. Við vissum,
hvað þar fór fram. Þeir báðu
börnin að kaupa fyrir sig í lyfjabúð-
inni suðu- eða lampaspritt, þegar
þeir sjálfir gátu ekki fengið fleiri
glös þann daginn af þessum vökva.
Og börnunum voru boðnir aurar
fyrir greiðann.
Þarna röltu þeir um Vestmanna-
brautina og nálægar götur áberandi
ölvaðir dag eftir dag og við vissum,
að þeir drukku einvörðungu lampa-
spritt.
Þau ár, sem ég var formaður
áfengisvarnanefndarinnar (1939-
1952), ræddi ég þetta vandræðaá-
stand iðulega við lyfsalann. Hann
lofaði þá öllu fögru. Og vissulega
dró úr þessum hörmungum næstu
daga eftir samtalið. En svo sótti
alltaf bráðlega í sama horfið.
Lengi veigraði ég mér að láta til
skarar skríða og gera „áhlaup“ á
lyfjabúðina fyrir lagabrot þetta og
fjárhagslega ásælni, eins og ég kall-
aði það samkvæmt sannfæringu
minni. — Vissulega var þetta eins-
konar veiklun, sem átti sér stað
innra með mér að hlífa lyfsalanum
við árás og láta þannig ekki til
skarar skríða eða til stáls sverfa,
eins og forfeður okkar orðuðu það.
Eftir að ég lét af störfum í áfeng-
isvarnanefndinni 1952, ályktaði ég,
að ástand þetta færi vaxandi mörg-
um heimilum í bænum til óumræði-
legra hörmunga.
Svo gerðist það í september 1954,
að kona kom að máli við mig. Hún
gat naumast stunið upp erindinu
fyrir sorg og sálarkvölum. Þá hafði
eiginmaður hennar stundað látlaus-
an drykkjuskap undanfarnar vikur,
og áfengið, sem hann drakk, var
einvörðungu lampaspritt, sem hann
keypti eða keypt var fyrir hann í
lyfjabúðinni. Hann fékk þessa
ólyfjan keypta á 50 gramma glösum
og þau mörg á dag, að konan sagði.
— Ég fylltist meðaumkun með
drykkjumannskonu þessari og tók
þetta mál til gaumgæfilegrar íhug-
unar. Að lokum afréð ég að láta til
skarar skríða. Ég ákvað að gera
„árás“ á lyfjabúðina. Auðvitað
hlaut sú „árás“ að kosta málaferli.
Ég hafði skemmtilega reynslu af
konsúla- og oddborgaraklíku
bæjarins frá málaferlunum miklu á
árunum 1950-1952 og var við öllu
búinn. (Sjá Blik árg. 1976, bls.
51-104)
Ég skrifaði stutta grein í Fram-
sóknarblaðið í Eyjum. Ég var þá
ritstjóri þess. Hún birtist í blaðinu
15. september um haustið (1954).
Og ég sendi þér hana hér með.
„Bölvaldur“
Fyrir nokkrum dögum kom að
máli við mig drykkjumannskona
hér í bænum. Hafði þá maður
hennar verið ölvaður nokkurn veg-
inn samfleytt í þrjár vikur. Hvað
drakk hann? Mestmegnis lampa-
spritt. Hvar keypti hann það? í
lyfjabúðinni hér í bæ.
130
BLIK