Blik - 01.06.1980, Qupperneq 51
enda er ekki tímabært að gefa leið-
beiningar, fyrr en búið er að skipta
landinu í skákir, athuga staðhætt-
ina í heild sinni betur en ég gat gert,
og svo ákveða skipulagsgrundvöll-
inn a.m.k. í aðalatriðum. — En
eflaust má treysta því, að Búnaðar-
félag íslands liðsinni að þessu leyti
eftir beztu föngum, þegar til fram-
kvæmdanna kemur.
Virðingarfyllst
M. Stefánsson (sign)
Dropinn holar steininn, segir
máltækið. — Óneitanlega höfðu
ummæli þekktra og mikilsvirtra
manna í ræktunar- og landbúnaðar-
málum landsmanna áhrif á Eyja-
bændur og vöktu þá til íhugunar og
ályktana um framtíð og gildi auk-
innar ræktunar á Heimaey, vaxandi
mjólkurframleiðslu og öryggi um
heilsufar fólksins. Fullyrða má, að
þeir skiptust fljótlega í tvo hópa,
þegar til mála kom að gefa eftir
réttinn á landinu og láta skipta því í
ræktunarskákir almenningi til af-
nota. Búnaðarfélagsstjórnin stefndi
hér einhuga og óskipt að settu
marki, en þó kaus hún umfram
flest, að mál þetta yrði leyst í friði
og vinsemd, ef þess yrði nokkur
kostur, öllum til farsældar. Ekki
skyldi rasað um ráð fram. Nokkur
frestur var hér á öllu beztur, þó að
áróðri yrði beitt og stefnt fast að
settu marki.
Og ár leið án sérlegra tíðinda.
Sumarið 1925 beitti stjórn Bún-
aðarfélags Vestmannaeyja sér fyrir
því, að Sigurður Sigurðsson, bún-
aðarmálastjóri, tæki sér ferð á
hendur til Eyja til þess að kynna sér
alla aðstöðu þar til jarðræktar og
aukinnar mjólkurframleiðslu. Bún-
aðarmálastjóri brást vel við þessari
beiðni búnaðarfélagsstjórnarinnar
og kom til Eyja um haustið. Hann
dvaldist síðan eina viku í kaup-
staðnum og kynnti sér alla aðstöðu
til framtaks og dáða í þessum veiga-
miklu framfaramálum Vestmanna-
eyinga.
Árið eftir, eða 1926, birti búnað-
armálastjóri langa ritgerð um þessa
ferð sína til Eyja og kemur þar víða
við. Hér er ekki rúm til að endur-
prenta nema nokkur atriði úr rit-
gerð hans, sem hann birti í Búnað-
arritinu, 40. árgangi. Einnig var
þessi merka ritgerð sérprentuð. —
Þarna segir búnaðarmálastjóri
m.a.:
„Mannfjöldinn í Vestmannaeyj-
um hefur meir en fimmfaldast síðan
um aldamót. Búsafurðir hafa að
vísu aukizt, en eigi að sama skapi.
Sumar búsafurðir, einkum mjólk,
hafa ætíð verið hér af skornum
skammti, og með ári hverju verður
sá skortur tilfinnanlegri. Vest-
mannaeyingar eru starfsmenn
miklir, hafa enda oft stranga og
hættulega vinnu, þar sem reynir á
dáð og dug. Þessir menn þurfa
holla og kjarngóða fæðu, einkum
hin unga og uppvaxandi kynslóð,
eigi hún ekki að standa að baki
feðrum sínum. —
Holl og kjarnmikil fæða fæst
blik 4
49