Blik - 01.06.1980, Side 109
húsið sitt, dönsku „skipparahjón-
in“.
Húsið nefndu þau Frydendal, dal
gleðinnar eða fagnaðarins. Svo
hamingjusöm voru þau að vera
setzt að í kauptúninu á Heimaey. —
Líklega hefur danska frúin fengið
að ráða nafngiftinni, en hún átti þá
langa ævi framundan í Eyjum og
reyndist jafnan Eyjafólki glaðvær
kona og mikið valkvendi. Til virð-
ingar við hana, er hún tók að eldast,
var hún um árabil ávallt titluð
Maddama Ericsen og síðar Madd-
ama Roed, eftir að hún giftist öðru
sinni.
Og árin liðu í Frydendal í vel-
gengni og glaðværð. „Skipper“
Morten Ericsen sótti sjóinn á skút-
unni sinni og aflaði vel. Lifrina
seldi hann ávallt kaupmanninum í
Godthaabsverzlun.
Árið 1838 ól frúin manni sínum
son, sem þau létu heita Morten
Frederik Ericsen. Um það bil tveim
árum áður en frúin giftist Ericsen,
hafði Fröken Ane Johanne eignazt
dóttur með landa sínum úti í henni
Danmörku.
Sú stúlka var skírð Johanne
Caroline og var Rasmusen, —
kennd við föður sinn að sjálfsögðu.
Rétt og skylt er að geta þess hér,
að þessi dóttir Mad. Ericsen ólst
upp hjá móður sinni í Vestmanna-
eyjum og giftist Jóhanni Pétri
Bjarnasen, verzlunarstjóra. Barna-
barn þeirra hjóna var einn af fræg-
ustu söngvurum íslenzku þjóðar-
innar, Pétur Jónsson óperusöng-
vari, með því að frú Júlíana
Sigríður móðir hans var dóttir
verzlunarstjórahjónanna og þannig
barnabarn Mad. Ericsen.
í maímánuði 1847 sigldi
„Skipper“ Ericsen skútu sinni á hin
fengsælu hákarlamið Vestmannaey-
inga, líklega á austurmiðin. Ofviðri
skall á. Skútan og skipshöfnin
hurfu að fullu og öllu. Mad. Ane
Johanne Ericsen var orðin ekkja.
Drengurinn litli hann Morten
Frederik, hafði misst föður sinn og
Johanne Caroline Rasmusen góðan
stjúpföður.
Ekkjan Mad. Ericsen afréð fljót-
lega að flytja ekki burt úr kauptún-
inu á Heimaey, þar sem hún hafði
fest yndi á undanförnum 10 árum,
þrátt fyrir þetta andstreymi, þessa
mæðu og sorg. Hún hugði brátt til
atvinnurekstrar í Frydendal. Á upp-
vaxtarárum sínum í Danmörku
hafði hún unnið í veitingahúsi og
var þess vegna ekki ókunnug rekstri
þeirra eins og þau gerðust þar ytra.
Það var einnig sameiginlegt álit
ýmissa danskra broddborgara í
Eyjum, að verkefni myndi nægilegt
handa smáveitingastað í kauptún-
inu, ekki sízt á vertíðum, þegar
margir aðkomumenn, t.d. „land-
menn“, komu til Eyja úr byggðum
Suðurlandsins og lágu þar við á
vertíðum, og stunduðu sjósókn
fram á vorið ár hvert. Margir þeirra
bjuggu þar í lélegum húsakynnum
við slæma aðbúð og myndu gjarnan
eyða tíma sinum i landlegum á
veitingastað við glaðværð, gáska og
BLIK
107