Blik - 01.06.1980, Síða 136
kvæmt fyrir að skirfa þau og láta
birta í blaði.
3. Að stefndur verði dæmdur til
að greiða stefnöndu (Ég undirstrika
orðmyndina, Þ.Þ.V.) hæfilegan
kostnað við að birta væntanlegan
dóm (forsendur og niðurstöður) í
opinberu blaði.
4. Að stefndur verði dæmdur til
að greiða stefnöndu hæfilegar
miskabætur, sbr. 264 gr. hegningar-
laganna, að fjárhæð kr. 25.000,oo
eða aðra fjárhæð að mati dómsins.
5. Að stefndur verði dæmdur til
að greiða stefnöndu hæfilegan
málskostnað að mati dómins..“
Síðan var afráðið í stefnu þessari,
að ég skyldi mæta í bæjarþingi
Vestmannaeyjakaupstaðar í dóm-
salnum við Hilmisgötu fimmtudag-
inn 7. okt. 1954, kl. 10 árdegis, til
þess þar og þá...„að sjá skjöl og
skilríki í rétt lögð, á sókn sakar og
réttarkröfur að hlýða, halda uppi
vörn og sæta dómi i framangreinda
átt. Stefnufrestur ákveðst einn
sólarhringur. Til staðfestu er nafn
mitt og embættisinnsigli.
Bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum
Að sjálfsögðu mætti ég í bæjar-
þinginu 7. okt. og tók þar við
greinargerð stefnanda, sem var
undirrituð af Gunnari Þorsteins-
syni, hæstarréttarlögmanni, Rvk.
sem tekið hafði að sér að verja mál
lyfsalans og sækja mig til sekta fyrir
blaðagrein mína. Ég lagði fram
eftirfarandi greinargerð. Síðan var
veittur hæfilegur frestur í málinu til
þess að afla frekari gagna.
Mér finnst réttmætt, frændi
minn sæll, að þú fáir að kynnast
þessari greinargerð minni til varnar
málstað minum í „Sprittmálinu“.
Hún var á þessa lund:
„... Ég skila aftur málsskjölum
1-3.
Leikmaður í lögum hefur mér
ávallt skilizt, að megintilgangur
sóknar og varnar í máli hverju fyrir
rétti, væri sá að leiða sannleikann í
ljós, svo að dómaranum mætti sem
allra ljósast verða hið sanna og
rétta í málinu, áður en til dóms er
gengið.
Það vill nú einmitt svo vel til í
þessu máli, að næst guði sjálfum
mun enginn vita betur hinn eigin-
lega sannleika í málinu en sjálfur
dómarinn, fulltrúi lögreglustjórans
í bænum. Honum hlýtur að vera
það allra manna ljósast til hve
mikils drykkjuskapar brennslu-
spritts- og mentholsprittssala stefn-
anda hefur leitt undanfarin ár. Þá
er það jafnljóst og vitað, hvílíkar
hörmungar og heimilisböl hefur
stafað af áfengissölu þessari.
Ástæðurnar fyrir blaðagrein
minni, „Bölvaldur“ í Framsóknar-
blaðinu 15. sept. s.l. eru því æði
ærnar.
Auðvelt mun einnig að verja
þann verknað minn gegn þeim laga-
og reglugerðarbrotum, þar sem
vitneskja sjálfs dómarans í því máli
fyllir út í þær eyður, er kynnu að
reynast í fullnægjandi sönnunum
134
BLIK