Blik - 01.06.1980, Qupperneq 181
þá greiddar sem svarar andvirði
þess, sem glatað er.
Þá er að lokum krafizt skaðaþóta
fyrir tjón það, sem Neytendafélag
Vestmannaeyja hefur biðið við það
að hafa ekki rekstur verzlunarinnar
með höndum. Er krafizt kr.
10.000,oo á ári fyrir hvert ár, sem
félagið hefur ekki getað haft rekstur
verzlunarinnar vegna ofangreindra
aðgerða. Þá er krafizt 6®7o ársvaxta
af eign Neytendafélags Vestmanna-
eyja eins og hún var við afhendingu
og frá þeim tíma til greiðsludags.
Þá er krafizt málskostnaðar af
skaðlausu eftir mati dómara.
Ég leyfi mér því hér með að snúa
mér til hinnar heiðruðu sáttanefnd-
ar í Vestmannaeyjum með beiðni
um, að þeir kalli undirritaða ásamt
stjórn Kaupfélags Vestmannaeyja,
Þorstein Þ. Víglundsson, Goða-
steini, Steingrim Benediktsson,
Hvítingavegi 6, Gunnar Sigur-
mundsson, Brimhólabraut 24, Jón
Stefánsson, Strandvegi 42 og Pál
Eyjólfsson, Heiðarvegi 28, allir í
Vestmannaeyjum, f.h. Kaupfélags
Vestmannaeyja til þess að fá þá til að
sættast á að verða við ofangreind-
um kröfum.
Komist sátt eigi á, óskast málinu
vísað til aðgerða dómstólanna.
Vestmannaeyjum, 20. júní 1953
í stjórn Neytendafélags Vest-
mannaeyja
Jón Eiríksson hdl.
s.u.
Ut af ofangreindri kæru er
kærður ásamt kæranda kvaddur til
að mæta á sáttafund, sem haldinn
verður í húsi K.F.U.M. og K. næst-
komandi mánudag 22. júní 1953 kl.
5Vi e.h.
Stefnufrestur er tveir sólarhringar.
Vestmannaeyjum, 20. júní 1953
í sáttanefnd Vestmannaeyja
Sig. Ólason (Sign)
Har. Guðnason (Sign)
Eftir að okkur vinstri mönnum í
stjórn Kaupfélags Vestmannaeyja
hafði verið birt þessi sáttakæra,
lýsti ég yfir því við stefnanda, að
við myndum höfða meiðyrðamál á
hann fyrir grófar mannorðs-
skemmdir, þegar hann væri kominn
með málsókn þessa fyrir bæjar-
þingið, því að efni sáttarkærunnar
væri nánast fullyrðing um það, að
við hefðum stolið vörulager Neyt-
endafélagsins og húseign þess. Þar
væri borið á okkur stórþjófnaður
eða nánast rán. Fyrir þann áburð,
þau brigzlyrði, skyldi hann fá að
svara að lokum fyrir Hæstarétti,
þar sem við gætum ekki treyst dómi
undirréttar nema hóflega af póli-
tískum ástæðum.
Ekki varð ég nánar var við fram-
hald þessarar málsóknar og á
sáttarnefndarfundinn kom ég ekki
og enginn okkar.
Á kjörtímabilinu 1950-1954
stóðu þrír flokkar að meiri hluta í
bæjarstjórn Vestmannaeyjakaup-
staðar. Við Framsóknarmenn
áttum þar tvo fulltrúa, sósíalistar
eða kommúnistar tvo og Alþýðu-
flokksmenn einn fulltrúa.
BLIK
179