Blik - 01.06.1980, Side 178
hugsjóninni og ekki drengileg gagn-
vart því fólki, sem t.d. stóð að
stofnun Kaupfélags Vestmanna-
eyja. Átti að gera kaupfélagið að
einskonar mótaðila gegn
hagsmunum þess og kjarabaráttu
fólksins, sem alltaf ætti undir högg
að sækja gegn atvinnurekendastétt-
inni um afkomu sína og lífskjör? —
Auðséð var á andlitum tilheyrenda
minna þarna á fundinum, að þeir
undruðust og litu á mig sérlegum
augum. Bölvuð ófyrirleitni! Ein-
stakur stráksskapur! Andblær
íslenzkra samvinnu undir einræðis-
stjórn. Ekki mundu fundarmenn til
þess, að nokkur slikur fundargestur
Sambandsins hefði fyrr leyft sér að
gagnrýna þannig ræðu forstjórans.
Ræða mín virtist því hneyksla sam-
vinnusöfnuðinn, nema þá nokkra
menn, sem höfðu vit á að þegja. Og
auðvitað fánnst sjálfum for-
stjóranum ræða mín ekki svara-
verð. Ég skemmti mér konunglega.
Hinn 28. ágúst sumarið 1951 lá
fyrir stjórnarfundi okkar kaup-
félgsmanna bréf frá Sambandi
íslenkra samvinnufélaga, þar sem
óskað var eftir stuðningi Kaupfé-
lagsins við „Vinnumálasamband
samvinnufélaganna." — Eftir
nokkrar umræður ályktaði stjórn
kaupfélagsins einróma, að félagið
tæki ekki að svo stöddu afstöðu til
„Vinnumálasambands samvinnu-
félaganna", eins og það er orðað í
fundargjörðabók kaupfélagsstjórn-
arinnar.
Auðvitað vissi forstjóri S.Í.S.,
hver hefði þarna ráðið mestu um
afstöðuna til Vinnumálasambands-
ins. Svona sjálfstæðri hugsun og
óbundum ályktunum virtist hann
vera óvanur hjá forgöngumönnum
kaupfélaganna í landinu. Það fékk
ég að reyna. Kaldir streymdu
straumarnir að mér. Ég lét mér það
vel lynda, enda dúðaður fyrir.
Á öðru ári Kaupfélagsins okkar
stofnuðum við til innlánsdeilar og
mynduðum dálítinn rekstrarsjóð.
Við árslok 1951 höfðum við í sjóði
þessum kr. 38.416,91. Út af fyrir sig
sannar þetta framtak okkar, hversu
gott var að vinna að félagsmálum
með fólki Kaupfélagsins. — Allur
þorri þess var fátækt fólk, sem bar
ekki mikið úr býtum mánaðarlega
eða árlega. Okkur fannst, að skiln-
ingur þess á heilbrigðu og gagnlegu
félagsstarfi hefði farið vaxandi á
undanförnum árum og tekið
ánægjulegum þroska. Það fann ég
einnig glögglega í sparisjóðsstarfi
mínu.
Ríkan þátt í þessum vexti og
félagsþroska áttu vitaskuld
kaupfélögin, sem starfrækt höfðu
verið i bænum á undanförnum ára-
tugum, og svo verkalýðssamtökin.
Fyrri hluta ársins 1953 var ráðn-
ingartími Jóns kaupfélagsstjóra á
enda runninn samkvæmt uppsögn
hans. Við höfðum þá auglýst kaup-
félagsstjórastöðuna. — Þrjár eða
fjórar umsóknir höfðu þá borizt
176
BLIK