Blik - 01.06.1980, Qupperneq 177
og iðkuðu hornablástur og gítarspil
að hurðarbaki, þegar hlé var á af-
greiðslustörfum og létu þá stundum
bíða eftir þvi, að tónverkinu lyki.
Deildarstjóraefni höfðum við
stjórnarmenn á hendinni og vorum
sammála um ágæti þess. En kaup-
félagsstjóri neitaði að hlusta á þá
tillögu stjórnarmanna. Á -stjórnar-
fundi með kaupfélagsstjóra 10. okt.
1952 var þessi deildarstjóraráðning
sérstaklega tekin fyrir og mikið rætt
um óstjórnina í búðum kaupfélags-
ins, þar sem nánast enginn agi virt-
ist eiga sér stað. Þá tjáði kaup-
félagsstjórinn stjórninni, að nafn-
greind afgreiðslustúlka hjá kaupfé-
laginu hefði tilkynnt honum, að hún
væri fyrirfram ákveðin að lúta engri
stjórn nema hans við afgreiðslu-
störfin, og kvaðst kaupfélagsstjór-
inn vera stúlku þessari hjartanlega
sammála (samanber fundargerð
stjórnarfundar 10. okt. 1952). Við
það sat að sinni. Okkur, sem
skipuðum meiri hluta kaupfélags-
stjórnarinnar, var ekki list sú léð að
leggja árar í bát. Eftir viku sagði
kaupfélagsstjórinn upp starfi sínu
við kaupfélagið með löglegum fyrir-
vara. Við dáðum hann fyrir það að
vilja nú aftur leita heim til „föður-
húsanna" í fang forstjóra Sam-
bandsins.
Fyrsti aðalfundur Kaupfélags
Vestmannaeyja var haldinn í Al-
þýðuhúsinu í bænum 3. júní 1952.
Vörusala félagsins á árinu 1951,
fyrsta starfsárinu, nam kr.
3.774.650,71 samtals. Þar af keyptu
fastir félagsmenn vörur fyrir kr.
2.174.839,77. Halli af rekstri kaup-
félagsins fyrsta árið nam tæpum kr.
200.000,oo. Þá höfðum við afskrif-
að ónýtar vörur að verðgildi kr.
40.500,oo og svo ýmislegt fleira frá
þrotabúi Neytendafélagsins, alls kr.
34.097.oo. Samtals námu afskriftir
þessar kr. 74.597,85, — ónýtar
vörur og tapaðar útistandandi
skuldir. Endurskoðendur luku upp
einum munni um það, að reikningar
allir væru vel og skilmerkilega
færðir hjá kaupfélagsstjóranum.
Á aðalfundi Sambands íslenzkra
samvinnufélaga, sem haldinn var í
Bifröst sumarið 1951, flutti for-
stjórinn, Vilhjálmur Þór, margar
ræður. Ein þeirra fjallaði um nauð-
syn þess að stofnað yrði „Vinnu-
málasamband samvinnufélaganna“,
eins og hann orðaði það og vildi
kalla þessi samtök. Þetta var í eina
skiptið, sem ég átti þess kost að sitja
aðalfund Sambandsins. — Ég fyllt-
ist tortryggni við þennan málflutn-
ing forstjórans. Áttu samvinnu-
félögin í landinu að mynda eins
konar varnarvegg við hlið Sam-
bands íslenzkra atvinnurekenda
gegn launþegasamtökunum í land-
inu, gegn verkalýð til sjós og lands?
Var kaupfélögunum í landinu ætlað
að verða eins konar máttarstólpar í
þessum hagsmunavegg atvinnurek-
endanna? Mér bauð í grun. Já, ég
fylltist tortryggni. Ég lét í ljós
tortryggni mína á þessum fundi. Ég
taldi slík samtök kaupfélaganna í
landinu samrýmast illa samvinnu-
BLIK
175