Blik - 01.06.1980, Blaðsíða 96
umræður um mjólkurverðið. Þar
leiddu saman hesta sína mjólkur-
framleiðendur annars vegar og
valdamenn hins vegar. Fundi þess-
um lauk með tillögu, sem allir
mjólkurframleiðendur samþykktu
einróma. Hún hljóðaði þannig:
„Fundur mjólkurframleiðenda í
Vestmannaeyjum, haldinn í
Akógeshúsinu 30. janúar 1944,
samþykkir að hætta mjólkursölu
frá og með 15. febrúar n.k., meðan
ekki er leyft að selja mjólkina á
framleiðslukostnaðarverði. “
Þegar tillaga þessi hafði verið
samþykkt, gengu gestirnir af fundi.
Nokkrum dögum síðar kom sú
orðsending frá verðlagsstjóra að
láta það óátalið, þó að mjókur-
kaupandinn yrði látinn greiða 25
aura aukreitis fyrir það að fá
mjólkina flutta heim til sín. Þannig
fékk seljandinn kr. 1,70 fyrir
mjólkurlítrann með því að verð
verðlagsstjórans var kr. 1,45. Full-
trúi verðlagsstjóra færði bæjar-
fógeta þessa orðsendingu herra
síns, svo að ekki varð frekar úr mál-
sókn. En þá höfðu þegar hafizt
sektardómar á nokkra mjólkur-
framleiðendur til að greiða í samein-
ingu. „Þannig fór um sjóferð þá“.
í deilu þessari höfðu rökföst bréf
verið send landbúnaðarráðuneytinu
og búnaðarmálastjóra. Þeir háu
herrar höfðu ýmislegt við málflutn-
ing og rök Eyjabænda að athuga.
T.d. höfðu þeir ekki reiknað áburð-
inn undan kúnum til verðs. Mál-
svarar Eyjabænda svöruðu þeim
aðfinnslum á þá lund, að búfjár-
áburðurinn yrði svo dýr kominn á
túnið, að ekki svaraði kostnaði að
nota hann borinn saman við til-
búinn áburð. Og spurt var, hver
ástæðan mundi fyrir því, að
áburðarhaugar liggja árum saman
við fénaðarhús bænda úti um allt
land, án þess að sá áburður sé
notaður. Svör valdsmanna komu
engin við þeim spurningum.
Vestmannaeyjakaupstaður stofnar
kúabú.
Eftir að heimsstyrjöldin síðari
hófst árið 1939, tók útvegur Eyja-
manna mikinn vaxtakipp. Flutning-
ur fisks á Englandsmarkað fór vax-
andi öll styrjaldarárin og nýtt líf
færðist mjög í atvinnulífið í Vest-
mannaeyjakaupstað. Fólk streymdi
þar að til dvalar og vinnu. Mörg
erlend skip lágu þar oft í höfn,
sérstaklega færeysk, til þess að taka
fisk til útflutning fyrir Eyjamenn.
Hin mikla atvinna í bænum leiddi
til þess, að búsettu fólki fór
fjölgandi. Hún hafði líka þær af-
leiðingar, að mjólkurframleiðslan í
byggðarlaginu fór minnkandi ár frá
ári sökum þess, að önnur atvinna
gaf meiri arð í aðra hönd. T.d.
fækkaði mjólkurkúm í Eyjum um
41 frá árinu 1941 - 1942. í óefni var
komið með þessa framleiðslu. Af-
leiðingar mjólkurskortsins leyndust
ekki.
Þegar hér var komið þessum mál-
um, afréð bæjarstjórn kaupstaðar-
94
BLIK