Blik - 01.06.1980, Blaðsíða 68
um rannsókn á þessu geigvænlega
fyrirbrigði, kúadauðanum.
Síðari hluta júnímánaðar þ.á.
dvaldist síðan Magnús dýralæknir
Einarsson í Eyjum og reyndi að
gera sér grein fyrir orsök kúadauð-
ans. Kvaðst hann ekki finna neinar
áreiðanlegar orsakir, en þótti
líklegt að viss tegund af flugum
ylli fárinu, en vildi þó ekki full-
yrða, að svo væri. Það kvað vera
algengt í nágrannalöndunum, að
eiturflugur valdi bráðadauða í
kúm..... Dýralæknirinn hefur
safnað flugum og ætlar að láta
rannsaka þær. — Þannig segir
Skeggi frá gjörðum dýralæknisins í
Eyjum. — Og ekki varð almenningi
í kaupstaðnum kunnugt um
nokkurn árangur af ferð hans til
Eyja. Kúafárið hélt þar áfram að
valda skaða. Sú staðreynd dró mjög
úr mjólkurframleiðslunni í kaup-
staðnum.
Koma dýralæknisins til Eyja og
hugmynd hans um hið skaðlega
flugnabit þar vakti umtal i bænum,
beiskju sumra og bros annarra.
í marzmánuði 1920 birti Skeggi
grein um dýravernd. Þetta var
ádeilugrein og fjallaði um meðferð
Eyjamanna á húsdýrum sínum og
þá ekki sízt á kúnum. Enginn varð
til að svara grein þessari og verðum
við því að álykta, að Eyjafólk hafi
fundið þar sannan brodd, sem eng-
inn vildi takast á við af þeim gildu
ástæðum. í grein þessari segir svo:
„..... Mér virðast kýrnar miklu
ósjálegri hér en flestar sveitakýr,
sem ég hefi séð, og eftir því er nytin
í þeim mörgum hverjum, um
sumartímann að minnsta kosti. Og
hví skyldi það ekki vera svo? Þær
verða að reika hér vorlangan daginn
um graslausa móana, þaulnagaða
eftir fé og hross. Hvar sem þær fara,
er grimmum og óvöndum hundum
að mæta, glefsandi vörgum, og oft
ganga þær blóðrisa undan þeim.
Þær gerast órólegar, þegar hvergi
finnst haglendi né friðland og
slangra þá niður á götu, stundum til
að leita sér vatns til að svala þorst-
anum eftir langan sólskinsdag. Það
mun nefnilega brenna við, að þeim
er ekki æfinlega vatnað heima á
sumardaginn. — Og hvað finna
þær? Græna fýlupolla, sem safnast
saman í skúmaskotum bæjarins, og
annað óþverragrugg, stundum það,
sem hellt er út úr húsum; Það hef ég
séð oftar en einu sinni. Þess á milli
snuðra þær i sorphaugum og
meðfram görðum,, og það grunar
mig, að í þeim leitum fái þær ýmsan
þann „fóðurbæti“, t.d. gamla
öngla og vírbúta, sem síðar finnast
í innýflum þeirra á banadægri.
Gæti ekki þarna legið ein ástæða til
hins mikla kúadauða, sem hér
liggur í landi? Kýr geta drepizt af
fleiru en flugnabiti.
Það er fyrir löngu kominn tími til
að bæta eitthvað um líðan kúnna á
sumrin. Drepist eins margar kýr
næsta sumar eins og s.l. sumar, þá
verður hér mjólkurlaus bær næsta
66
BLIK