Blik - 01.06.1980, Síða 57
12.
Með þessum skilmálum er Jóni
Péturssyni heimil ábúð áðurnefndr-
ar jarðar ævilangt, og ekkju hans
eftir hans dag, meðan hún er ógift.
En haldi hann ekki skilmála þessa,
varðar það útbyggingu, sbr. lög 12.
jan. 1884, 18. og 19., 22. og 23. gr.
Þá útbygging skal birta honum fyrir
nóttina helgu, og skal hann þá fara
af jörðinni 14. dag næstkomandi
maimánaðar. Ef leiguliði beitir þrá-
setu eða vill eigi fara af jörðinni, þá
er honum hefur verið byggt út lög-
lega (á réttum tima, bréflega og við
votta), eða byggingartími er á enda,
eða svo er ástatt, sem segir í 24.
grein laga 12. jan. 1884, þá fer eftir
því, sem fyrir er mælt í 29. grein
nefndra laga. Vilji hann ekki lengur
búa á jörðinni, skal hann segja
henni lausri fyrir nóttina helgu, og
ella sitja kyrr á jörðinni til næsta
árs.
Yfir höfuð verður um réttindi og
skyldur landsdrottins og leiguliða
að breyta eftir lögum 12. jan. 1884
um bygging, ábúð og úttekt jarða.
13.
Af þessu byggingarbréfi eru tvö
samhljóða bréf rituð; annað, frum-
bréfið, sem fest verður við skoðun-
ar- og virðingargjörðina, selst í
hendur leiguliða, en hitt geymir um-
boðsmaður, og er á það rituð skuld-
binding leiguliða að hlýðnast skil-
málunum. Þegar Jón Pétursson fer
af jörðinni, skal hann skila aftur
byggingarbréfinu.
Þessu til staðfestu er nafn mitt
undirskrifað og innsigli hjá sett.
Vestmannaeyjum, 11. febrúar 1905.
Magnús Jónsson
Vestmannaeyjasýsla (Stimpill)
Við byggingarbréfi því, sem
þessu er samhljóða, og skoðana-
gjörð þeirri, sem um er getið í 2. og
13. grein, hefi ég nú tekið, og skuld-
bind mig að halda skilmála þessa í
öllum greinum.
Vestmannaeyjum, 11. febrúar 1905.
Jón Pétursson
Vitundarvottar:
Bjarni Einarsson
Sigurður Sveinbjörnsson
Bygginarbréf handa Jóni
Péturssyni fyrir jörðinni Eystra-
Þórlaugargerði.
Byggingarbréf þetta samþykkist
hér með.
í stjórnarráði íslands, 18. marz
1905.
F.h.r. Kl. Jónsson.
Jón Hermannsson
Töluverðum hluta Heimaeyjar skipt
í ræktunarskákir
Hin beinskeyttu hvatningarorð,
sem ég hefi skráð hér eftir hinum
kunnu jarðræktarfrömuðum og
forgöngumönnum i íslenzkum land-
blik
55