Blik - 01.06.1980, Blaðsíða 188
manna um rekstur Kaupfélagsins
má geta þess, að enginn aðalfundur
þess var löglegur, þegar hann var
fyrst boðaður, og fjarri því. Það
átti sér stað, að ekki mætti til aðal-
fundar einn einasti kaupfélagsmað-
ur utan stjórnarmennirnir og
kaupfélgsstjórinn, og þó töldust
félagsmenn þess um 500, þegar þeir
voru flestir. Hvað olli þessari deyfð?
Hér skal hver og einn vera sér um
sefa. En við hinir gömlu samvinnu-
menn veigruðum okkur við að
leggja til atlögu til þess að ná
völdum innan stjórnarinnar af ótta
við að skaða viðskipti félagsins,
draga úr umsetningu þess og
vezlun. Flokkadrættir um verzl-
unarfyrirtæki skaða það alltaf. Við
létum því kyrrt liggja, svo að við
yrðum ekki sakaðir um eitt eða
neitt.
Þrátt fyrir það, sem á milli bar í
stjórnmálunum og verzlunarmálum
hjá okkur Steingrími Benediktssyni,
þá vorum við ávallt kunningjar og
engir óvildarmenn. Hann var, sem
kunnugt er mörgum enn, einn af
forgöngumönnum kristilegra sam-
taka í Vestmannaeyjakaupstað,
K.F.U.M. og K. og vann þar mikil-
vægt uppeldisstarf.
Nokkrum dögum eftir að uppvíst
varð um þjófnaðinn og sjóðþurrð-
ina hjá Kaupfélaginu, hittumst við
Steingrímur á förnum vegi. Við
ræddum þessi mál. Hann lét þá í
ljós undrun sina yfir þeirri ógæfu,
sem virtist yfirskyggja kaupfélags-
reksturinn, og þá vanvirðu eða
niðurlægingu, sem stjórnarmenn-
irnir hefðu af honum. Hann kvaðst
hættur að skilja þessi ósköp, sem
yfir þá dundu.
Ég var hinn brattasti og kvaðst
skilja þetta allt á einn veg. Hann
vildi fá að vita meira í hug mér. Ég
skýrði mína sannfæringu fyrir
honum á þessa lund: Þegar ég gekk
til prestsins til undirbúnings ferm-
ingunni, las ég það í kristnum fræð-
um, að Kristur hefði eitt sinn sagt, er
hann ræddi um Faríseana í Gyð-
ingalandi: „Sá, sem upp hefur
sjálfan sig, mun niður lægjkst“. —
Við stofnun kaupfélagsins fenguð
þið forstjóra S.Í.S. til þess að hefja
ykkur upp á kostnað okkar sam-
vinnumanna í kaupstaðnum. Nú
hafa átakanlega sannast á ykkur
orð Frelsarans.
Þetta voru síðustu orðin, sem á
milli okkar fóru í þessari tilveru.
Þegar sjóðþurrðarmanninum
mikla hafði verið sagt upp stöð-
unni, tók við kaupfélagsstjóra-
starfinu til bráðabirgða maður að
nafni Einar Árnason. Hann var sjö-
undi eða áttundi kaupfélagsstjórinn
þau 10 ár, sem liðin voru frá
stofnun Kaupfélagsins. Og fyrsti
áratugur í ævi félagsins enti með
því, að löglega kosnir endurskoð-
endur þess neituðu að inna þetta
trúnaðarstarf af hendi. Þá var
endurskoðunardeild Sambandsins
fengin til þess að framkvæma
verkið. Rekstrarhalli liðinna ára var
þá orðinn samtals kr. 1.830.990,88.
Þar af nam rekstrarhallinn árið
186
BLIK