Blik - 01.06.1980, Blaðsíða 59
dráttarvélum, sem þá var tekið að
bóla á. Þá veitti Búnaðarsamband
Suðurlands bændum aðstoð við að
nálgast tilbúinn áburð, sem þá var
allur keyptur erlendis. Samband
þetta veitti bændum einnig styrk til
jarðræktarframkvæmda og var
milliliður um útvegun á fjármagni
til margskyns búnaðarframkvæmda
í sveitunum. Brátt fór mikið orð
af því, hversu Búnaðarsamband
Suðurlands reyndist bændastéttinni
hallkvæmt hagsmunasamband, sem
fékk miklu áorkað.
Á aðalfundi Búnaðarsambands
Suðurlands 1926 lá fyrir inntöku-
beiðni frá Búnaðarfélagi Vest-
mannaeyja og var hún fúslega sam-
þykkt af öllum fundarmönnum.
Meginathafnir stjórnar Búnaðar-
féiags Vestmannaeyja á árunum
1924-1954.
Leysa þurfti úr vanda. Segja má
með sanni, að hinni fyrstu stjórn
Búnaðarfélgs Vestmannaeyja var
mikill vandi á höndum, er hún hóf
starf sitt til eflingar ræktunarmál-
um Eyjamanna og landbúnaði í
heild. Fyrsta vandamálið var sál-
fræðilegs eðlis, ef svo mætti orða
það. Orka þurfti á hug Eyjabænda,
svo að þeir fengjust án úlfúðar eða
ófriðar til að láta af hendi hefð-
bundin réttindi á öllu landi Heima-
eyjar utan hins lögboðna verzlunar-
svæðis sunnan við höfnina.
Þarna tók stjórnin þau ráð að fá
þjóðkunna áhrifamenn og þekkta
forgöngumenn íslenzka landbúnað-
arins til þess að kynna sér allar
ræktunaraðstæður í Eyjum og láta
síðan í ljós álit sitt og skoðanir um
þessi hagsmunamál alls Eyjafólks í
heild. Árangurinn af þessu starfi
félagsstjórnarinnar voru ferðir
hinna þjóðkunnu manna til Eyja og
skrif þeirra, sem ég hafi drepið hér
á og birt að nokkru leyti. Áhrif
þessara skrifa urðu heilladrjúg. Þau
vöktu skilning Eyjabænda og
búaliðs á nauðsyn þess, að þeir
hættu með öllu að hanga í
bókstafnum, ef þá einhver var, og
slökuðu á öllum óljósum ákvæðum
um einkaréttindi sín á landinu.
Þannig leystust þessir hnútar
friðsamlega öllu Eyjafólki til heilla
og blessunar. — Þetta var hinn
fyrsti sigur búnaðarfélagsstjórnar-
innar í þessum mikilvægu hags-
munamálum. Þar naut stjórnin
vissulega heilladrjúgrar hjálpar
áhrifamanna, — líka innan bæjar-
félagsins, eins og ég hefi getið um
og vil hér endurtaka og undirstrika.
Verkfærakaup. Með jarðræktar-
lögunum 1923 var jarðræktar-
mönnum gerð leiðin auðveldari til
lána út á jarðræktarframkvæmdir.
Einnig voru þar ákvæði um styrk úr
ríkissjóði út á unnar jarðabætur.
Búnaðarfélög hreppanna eða kaup-
staðanna voru þarna milliliðir,
höfðu samband við Búnaðarfélag
íslands um lán og styrkveitingar til
einstaklinganna, sem inntu af hendi
jarðræktarframkvæmdir.
I þessum efnum var stjórn Bún-
aðarfélags Vestmannaeyja vel á
BLIK
57