Blik - 01.06.1980, Qupperneq 55
annarra hlunninda, til að mynda
hagagöngu í EUiðaey fyrir fimmtán
og á heimalandi fyrir tólf fjár, einn-
ig fuglatekju á báðum þessum stöð-
um og í Hellisey, Súlnaskeri og
Stórhöfða móts við þá, er þar eiga
hlut í, til ábúðar og leigunota frá
næstkomandi fardögum með þess-
um skilmálum:
1.
Hann skal gjalda hvert ár fyrir
lok júnímánaðar í ákveðna lands-
skuld af jörðinni — hndr. 60 ál.
(segi sextíu álnir) á landsvísu, og
greiða skuldina heima hjá mér í
peningum eða innskrift hjá kaup-
mönnum, sem ég tek gilda, eða þá
með fiski og dún, eftir því verði,
sem sett er á þessa landaura í verð-
lagsskrá hvert ár, enda sé það verð
ekki hærra en gangverð í gjalddaga.
Landskuldina ber að greiða eftir
meðalalin þeirrar verðlagsskrár,
sem ræður á réttum gjalddaga.
2.
Sé landskuldin eigi greidd í
ákveðinn tíma, verður hún tekin
lögtali samkvæmt lögum 16. des.
1885 um lögtak og fjárnám án
undanfarins dóms eða sáttar, og fer
að öðru leyti eftir því, sem fyrir-
mælt er í lögum 12. jan 1884 um
byggingu, ábúð og úttekt jarða, 24.
gr.
3.
Hann skal gjalda alla þá skatta
og skyldur, sem leiguliða ber að
gjalda að lögum þeim, er nú eru í
gildi eða seinna verða sett án alls
endurgjalds af landsdrottni.
4.
Hann skal vandlega yrkja og
rækta tún jarðarpartsins, og sér i
lagi:
a) slétta það, sem þýft er í tún-
inu, svo að nemi minnst 50 fer-
föðmum á hverju ári.
b) á hverju ári bera á túnið allt,
sem til þess er nýtilegt.
c) drýgja áburðinn svo sem
verður með moldu, þangi, fiskinn-
ýflum og öðru, og skal hann, ef
hann ekki býr sjálfur á jörðinni,
hafa þar hey sitt og kú í fjósi, svo
að túnið fái sem mestan og beztan
áburð.
d) hey eða áburð má hann eigi
selja frá jörðinni.
e) hann skal verja vandlega tún-
ið, bæði vor og sumar, við átroðn-
ingi af mönnum og skepnum.
f) einnig ber honum að yrkja vel
kálgarð sinn og halda honum við
sem bezt.
Verði umboðsmaður var við
hirðuleysi hjá landseta í þessum
greinum, skal honum vera heimilt
að láta tvo skynsama menn óvið-
riðna, sem sýslumaður nefnir til,
skoða og meta meðferð landseta á
jörðinni; þá eftir því sem fyrirmælt
er í lögum 12. jan. 1884, 19. gr.,
sbr. 23. gr., og varðar það sér í lagi
útbyggingu, ef hann verður uppvís
að því, að hann hafi selt eða á ann-
an hátt afhent hey eða áburð frá
jörðinni.
blik
53