Blik - 01.06.1980, Síða 156
Knúinn var fram aukafundur í
bæjarstjórn Vestmannaeyja 11.
sept 1953, til þess að fjalla um
gjörðir togarasölunefndar og tilboð
Hafnarfjarðarkaupstaðar.
Á fundi þessum bárum við fram
svohljóðandi tillögur:
Bæjarstjórn Vestmannaeyja sam-
þykkir að selja annað skip Bæjar-
útgerðarinnar svo fremi að við-
unandi verð fáist og felur togara-
sölunefnd að eiga viðræður við þá
aðila, sem tilboð hafa gert í skipið
og leggja niðurstöður sínar fyrir
bæjarstjórn til endanlegrar af-
greiðslu.
Björn Guðmundsson
Þorsteinn Þ. Víglundsson
Guðlaugur Gíslason
Þorsteinn Sigurðsson
Jónas Jónsson
Tillaga þessi var samþ. með 6
atkv. gegn 2.
Þá báru fulltrúar Sosialista fram
þessa tillögu:
„Bæjarstjórn telur, að sala á tog-
urum bæjarins burt úr byggðarlag-
inu sé í alla staði óeðlileg án þess að
eigendum skipanna, bæjarbúum, sé
gefinn kostur á að segja álit sitt um
þá ráðstöfun, þar sem engar likur
eru til þess, að bæjarfélagið eigi
þess kost á nálægum tíma að eign-
ast botnvörpuskip á nýjan leik, þótt
vilji til þess væri fyrir hendi. Bæjar-
stjórn samþykkir því að lýsa yfir,
að togarar Vestmannaeyjabæjar
séu ekki til sölu.“
Tillaga þessi var felld með 6 at-
kvæðum gegn 3.
Þá báru sömu menn fram þessa
tillögu til vara:
„Bæjarstjórn samþykkir að láta
fara fram almenna atkvæðagreiðslu
meðal bæjarbúa um það, hvort
selja skuli togarana úr eign bæjar-
ins eða ekki.“
Tillaga þessi var felld með 5 atkv.
gegn 3.
Tillaga til þrautavara: „Söluverð
skipsins verði eigi lægra en 6,5
milljónir króna án veiðarfæra.“
— Tillaga þessi var felld með 5
atkv. gegn 2.
Þá lestu þetta í fundargjörð
bæjarstjórnar:
„Helgi Benediktsson greiðir at-
kvæði með tillögunni með skírskot-
un til samþykktar Framsóknarfé-
lags Vestmannaeyja um að sala skip-
anna verði ekki ákveðin nema að
undangenginni atkvæðagreiðslu
meðal kjósenda í bænum.“
Mér var fyllilega ljóst strax, að
þessi bókun var áminning til mín. í
fyrsta lagi vissi ég vel, hvernig þessi
samþykkt Framsóknarfélagsins var
undir komin. í öðru lagi þekkti ég
sjálfan mig það vel, að „mér varð
aldrei markaður bás meira en svona
og svona“, vissi, að mér var það
eiginlegast að láta samvizku mína
og sannfæringu ráða gjörðum mín-
um í hverju tilviki, sem skipti ein-
hverju máli, og taka svo afleið-
ingunum með þreki og karl-
mennsku. Við því var ég ætíð búinn
hverju sinni. Ég hefði ekki átt gott
með að svæfa sannfæringu mína í
einhverjum þingflokki og hlýða
154
BLIK