Blik - 01.06.1980, Síða 24
minni stíl allar aldir fram undir
síðustu aldamót.
Árið 1955 birti Blik, Ársrit Vest-
mannaeyja, grein um heyannir
þessar og aðstöðu til heyskapar í
Heimakletti. Grein þessa skrifaði
Þorsteinn Jónsson, skipstjóri og
útgerðarmaður í Laufási við Austur-
veg, fyrir ritið.
Við skulum íhuga merginn úr
grein þessari, sem getur að ýmsu
leyti gilt fyrir heyskaparstörf í
úteyjum Vestmannaeyja einnig,
nema þá helzt Elliðaey, sem var
stærst úteyjanna og flatlendust.
Þorsteinn Jónsson var fæddur
1880 og ólst upp í Vestmannaeyjum
frá þriggja ára aldri, þar sem for-
eldrar hans voru bændahjón og
þurftu því að sækja heyskap eins og
annað bændafólk þar í nálæga
kletta og eyjar. Þeir höfðu nytjar af
einni Vilborgarstaðajörðinni, en
þær voru átta, svo sem kunnugt er.
Þorsteinn Jónsson segir svo frá:
„Fyrir síðustu aldamót mátti oft á
sumrum sjá hóp af fólki, körlum,
konum og unglingum, við heyskap
víða um Heimaklett.
Vilborgarstaðajarðirnar, átta að
tölu, áttu þau hlunnindi, sem
Heimakletti fylgdu, en þær voru
fuglatekja, hagaganga, slægjur, og
svo þang — og sölvatekja á innri og
ytri eyrinni (Hörgaeyri) og hvanna-
rótartekjur í Dufþekju, sem jafnvel
kvenfólk tók þátt í, en þær voru þó
að mestu lagðar niður um 1890.
Hver af hinum átta fyrrnefndu
jörðum áttu sína sérstöku slægju-
bletti, sem var Hákolla, Hetta,
Þuríðarnef, Lágukollar og Slakk-
inn, sem er ofan og vestan við
Dönskutó. Svo áttu þrjár jarðirnar
Slægjurnar svo nefndu, sem er hin
stóra brekka ofan frá Grasnefi um-
hverfis Einbúa og niður á bjarg-
brún.
Þess skal getið, að fjórir fyrst
nefndu staðirnir mega teljast all-
góðir og hættulitlir við sjálfan
sláttinn og raksturinn. Slægjurnar,
en þó sérstaklega Slakkinn, voru
stórhættulegir heyöflunarstaðir,
þar sem brattinn er mjög mikill,
ekkert viðnám meðfram bjarg-
brúnni, en 120-200 metra hátt
standberg í sjó niður, svo að ekki var
að efa, hver afdrifin urðu, ef mönn-
um skrikaði illa fótur við störf sín.
Þó að slátturinn og þurrkun
heysins væri háð miklum erfið-
leikum og hættum, keyrði þó fyrst
um þverbak, þegar koma skyldi
heyinu heim.
Faðir minn fékk ábúðarrétt á
einni Vilborgarstaðajörðinni um
1890. Þeirri jörð tilheyrði versti
slægjubletturinn upp af Dönskutó.
Þó að ég væri ekki nema 10 ára, var
ég látinn aðstoða við heyskapinn
þarna eftir minni litlu getu.
Áður en heyið var bundið, varð
að grafa stall í brekkuna, svo að
hægt væri áhættu-lítið að binda og
axla baggana, annars hefðu þeir
oltið ofan-fyrir. Síðan voru þeir
bornir á bakinu vestur á Efri-
Kleifar. Þaðan gefið niður á Neðri-
Kleifar. Þaðan aftur bornir á bak-
22
BLIK