Blik - 01.06.1980, Síða 47
Þá er tekið fram í Jarðræktarlög-
unum, að bæjarstjórnir í kaupstöð-
um landsins og hreppsnefndir í
kauptúnum beri að senda Búnaðar-
félagi íslands skýrslur eða greinar-
gerðir um land það, sem að áliti
þeirra liggi bezt við til ræktunar
innan takmarka kaupstaðarins eða
kauptúnsins, nema byggingarfram-
kvæmdir séu fyrirsjáanlegar á
landinu. — Þegar kirkjujörð eða
þjóðjörð lá að landi kauptúns eða
kaupstaðar, náðu þessi ákvæði
einnig til hennar.
Þessi síðustu ákvæði jarðræktar-
laganna, sem ég nú nefndi, voru
Vestmannaeyingum verulega hag-
kvæm, þar sem ríkið átti allar Eyj-
arnar og þá auðvitað allt hið
ræktanlega land á Heimaey, þó að
það væri þá allt leigt bændum þar
til lífstíðar samkvæmt fornu fari. í
þessum efnum hlaut því ríkisvaldið
að láta til sín taka, þegar á reyndi,
og liðka mál þetta fram til sigurs,
þurrabúðarfólkinu í vil. Ella yrði
ekki um neinar teljandi ræktunar-
framkvæmdir að ræða í Vest-
mannaeyjum.
Þá er rétt að geta þeirra ákvæða í
Jarðræktarlögunum, að hver sá,
sem njóta vill styrks af opinberu fé
til jarðræktarframkvæmda eða
mannvirkjagerðar á þessu sviði,
skal vera félagsmaður í búnaðarfél-
agi hrepps eða bæjar. Þá er það
einnig tekið fram í lögum þessum, að
hreppabúnaðarfélögin njóti styrks
úr opinberum sjóðum til verkfæra-
kaupa, enda heitir sá sjóður Verk-
færakaupasjóður.
Þegar svo var komið þessum mál-
um, gaf það auga leið, að Vest-
mannaeyingar urðu að stofna bún-
aðarfélag í kaupstaðnum til þess að
hrinda í framkvæmd margskyns
framfaramálum í landbúnaði Eyja-
manna og njóta til þess styrks af
opinberu fé.
Búnaðarfélag Vestmannaeyja var
stofnað 24. maí 1924. Þessi félags-
skapur markaði síðan veigamikil
spor fram á við í ræktunarmálum
Vestmannaeyjabyggðar, svo að fá
samtök hafa skilað þar drýgri arði
til heilla öllum almenningi í bænum
en þessi búnaðarsamtök.
Aðeins 14 menn stóðu að stofn-
un Búnaðarfélags Vestmannaeyja
árið 1924. Þar af voru 2 bændur. —
Þessir voru stofnendur félagsins:
Páll Bjarnason, fyrrv. ritstjóri
Skeggja, þá orðinn skólastjóri
barnaskóla bæjarins; Páll V.G.
Kolka, læknir; sr. Sigurjón Þ.
Árnason, sóknarprestur að Ofan-
leiti; Guðmundur Sigurðsson, verk-
stjóri, Heiðardal; Sigurður Sigurðs-
son skáld frá Arnarholti, lyfsali;
Erlendur Árnason, smiður, Gils-
bakka; Jón Guðmundsson, bóndi,
Suðurgarði; Bjarni Jónsson, gjald-
keri, Svalbarða; Guðjón Jónsson,
skipstjóri, Heiði; Steinn Sigurðs-
son, klæðskeri, Ingólfshvoli;
Þorbjörn Guðjónsson, bóndi,
Kirkjubæ; Símon Egilsson, út-
gerðarmaður, Miðey; Einar
Símonarson, útgerðarmaður,
BLIK
45