Blik - 01.06.1980, Síða 159
með skundaði hann frá mér. Ég tók
að velta málunum fyrir mér. Ég var
sem sé orðinn kunnur glæpamaður
fyrir það að beita mér fyrir sölu á
Vestmannaeyjatogaranum til þess
að bjarga bænum frá fjárhagslegu
hruni að minni sannfæringu. —
Það sem mér fannst athyglisverðast
var þó þetta gífuryrði, sem Karl
nokkur Guðjónsson hafði dembt
yfir mig nokkru áður á opinberum
fundi í Vestmannaeyjakaupstað.
Ef til vill var þessi gamli kunningi
minn í sömu pólitísku fylkingunni?
Illur var orðstírinn. — Sum atriði
gleymast manni aldrei.
Svavar bróðir minn var búsettur í
Hafnarifrði síðustu árin, sem hann
lifði.
Einn af bæjarfulltrúunum í firð-
inum var gamall skólabróðir minn
og góðkunningi. Þegar Hafnfirð-
ingar höfðu gert út Vestmannaeyja-
togarann nokkur ár, hittumst við af
tilviljun, gömlu skólabræðurnir. Þá
sagði hann: „Þú ert verri maður en
Svavar bróðir þinn.“ „Nú, af
hverju segirðu það?“ „Þetta
fengum við Hafnfirðingar að reyna,
þegar þú prangaðir togaranum inn
á okkur.“ „Nú finnst mér þú gera
heldur lítið úr ykkur, foringjum al-
þýðunnar í Firðinum." Meira var
það ekki. Við skólabræðurnir
sáumst aldrei eftir þetta. Honum
var kippt yfir landamærin nokkru
síðar.
Árin liðu. Þá las ég grein í
Hamri, einu af blöðum Hafnfirð-
inga, um togaraútgerð bæjarins og
fjárhag hennar. Hafnfirðingar
höfðu þá tapað tugum milljóna á
togaraútgerð sinni á undanförnum
árum. Páll V. Daníelsson skrifaði
þessa blaðagrein. Hann var bæjar-
ráðsmaður og bæjarfulltrúi kaup-
staðarins um árabil.
Við árslok 1960 sýna reikningar
togaraútgerðar Útgerðarfélags
Akureyringa, að tugi milljóna
skortir til þess að ná saman endum
tekna og gjalda, eigna og skulda.
Og fyrst ég byrjaði á því að segja
þér skrítlur frá atburðum þessum,
held ég, satt að segja, að ég verði að
bæta einni við.
Við bæjarstjórnarkosningar í
janúarlokin 1954 var ég hafður
efstur á lista Framsóknarflokksins í
Vestmannaeyjum. Ekki man ég,
hvernig það atvikaðist. En hitt man
ég, að flokkurinn tapaði þá miklu
fylgi og margur kjósandinn strikaði
mig út, þegar hann kaus. Flokkur-
inn fékk einn bæjarfulltrúa og ég
varð fyrsti varamaður flokksins í
bæjarstjórninni.
Svo var rætt um samvinnu í
bæjarstjórn eftir kosningarnar,
ýmist til vinstri eða hægri. Fulltrúi
Framsóknarflokksins var hinn
staki, ef svo mætti orða það. — Við
vorum boðaðir á fund vinstri afl-
anna. Þau höfðu unnið fylgi á þvi
að vilja ekki losa bæjarsjóð við
töpin á togurunum, eins og við orð-
uðum það.
Þarna hafði Karl Guðjónsson frá
Breiðholti orðið. Hann var foringi
Sósialistaliðsins í bæjarstjórninni.
BLIK
157