Blik - 01.06.1980, Side 119
Kennslustundirnar hjá Sigurði
voru aftur á móti mjög hátíðlegar
og formfastar, svo að enginn leyfði
sér að koma í þær ólesinn. Oft
höfðum við gaman af að reyna á
stillingu hans. og ekki var laust við,
að hann roðnaði stundum og bretti
brúnir, en aldrei missti hann stjórn
á sér.
Hann kenndi einnig íþróttir, og
þar kynntumst við allt öðrum
manni. Þar var hann áreiðanlega á
réttri hillu. Allt var þar miklu
óþvingaðra.
Einar Haukur gekk oftast um
gólf, þegar hann kenndi. Og honum
gekk ekki allt of vel að troða í
okkur dönskunni og mannkynssög-
unni, mest vegna þess að hann var
ekki nógu strangur. Oft fóru tím-
arnir í ýmislegt spjall um allt annað
en námsefnið. Þeir voru oft
skemmtilegir og við fróðari eftir, þó
að ekki væri fjallað um það, sem
við áttum að læra.
Við vorum 31, sem hófum nám í
1. bekk haustið 1949 og við fengum
þá aðsetur í stóru stofunni uppi í
gamla Breiðabliki.
Félagslíf í skólanum var gott. Oft
héldum við málfundi, þar sem ýmis-
legt gleðjandi bar á góma, en oft
gekk treglega að fá okkur til að
tala, taka þátt í umræðum. Mál-
glaðastir voru þeir Sveinn Tómas-
son, Ármann Eyjólfsson o.fl. sem
nú eru orðnir þekktir menn í þjóð-
félaginu. — Síðan var dansað, þar
sem Gísli Brynjólfsson eða nafni
hans Bryngeirsson þöndu nikkurn-
ar. Oftast voru það stúlkurnar sem
höfðu þar forgöngu. Dansaðir voru
gömlu dansarnir af lífi og sál, svo
að gamla Breiðablik dansaði með,
fannst manni. Og ekki var þá laust
við, að rómantíkin læddist að einu
og einu parinu.
Hápunkturinn í skemmtanalífi
nemendanna var árshátiðin 1. des-
ember ár hvert.
Sá dagur hefur alltaf verið
merkisdagur í mínum huga síðan.
Og aldrei fyrr né síðar hefi ég
komizt í þvílíkt hátíðarskap á nokk-
urri skemmtun.
Allur skólinn var þá skreyttur og
upp á ýmsu var þá fundið til
skemmtunar. Ég man eftir frábærri
tízkusýningu, þar sem sýnd voru
m.a. skíðaföt, sem voru að mig
minnir föðurlandsnærföt af þykk-
ustu gerð. Annað var þar eftir því.
— Einnig voru þá flutt minni dags-
ins og minni pilta og stúlkna.
Eitt sinn var mér falið að flytja
minni pilta. Það var víst í fyrsta
skipti, sem ég steig í pontuna. Þá sá
ég eftir að hafa aldrei þorað að tala
á málfundum.
Haustið næsta, 1950, vorum við
aðeins orðin 18 í bekknum. Þá kom
nýr kennari að skólanum. Það var
Sigfús J. Johnsen, aðeins tvítugur
að aldri. — Við nemendurnir höfð-
um orð á því okkar á milli, að hann
gætum við sjálfsagt haft í vasanum,
svo ungan og óreyndan kennara. En
það urðu okkur vonbrigði. Hann
náði strax slíkum tökum á okkur,
að ótrúlegt var. Hann kenndi okkur
BLIK
117