Blik - 01.06.1980, Síða 43
ræður bót á öllu saman og meir en
það.... Það er ræktun landsins,
jarð- og garðrækt í stórum stíl....
Hér vantar vegi og nútímans
flutnignatæki, bíla eða dráttarvél-
ar.... En hvað sem einstökum atrið-
um þessa máls líður, þá verða menn
að gera sér ljóst, hvaða þýðingu það
hefur fyrir komandi kynslóðir, að
nú fá börnin, sem hér eru að alast
upp, tæpan þriðjung af þeirri
mjólk, sem þau þyrftu að fá, og
kostnaður við flutninginn á fiskúr-
gangi af götunum verður mjög
tilfinnanlegur, hvort sem hann
verður að gagni eða ógagni...“
Þetta var þá kjarninn í grein lyf-
salans. (Leturbreytingar eru mínar,
Þ.Þ.V.)
Þegar hér var komið flutninga-
tækninni í atvinnulífi Eyjamanna á
landi, voru næstum einvörðungu
notaðir handvagnar, og svo hjól-
börur, þegar svo bar undir. Einn
maður mun hafa haft nokkra at-
vinnu af því að flytja fiskúrgang
o.fl. þvílíkt á hestkerru. En þeir
flutningar náðu ekki til fiskúrgangs
á ræktunarlönd að neinu ráði sök-
um skorts á vegum um Heimaey.
Kartöflusýki veldur miklum skaða.
Sumrin 1915 og 1916 varð vart
við töluverða kartöflusýki í görðum
í Vestmannaeyjum. Þó olli hún þá
ekki tilfinnanlegu tjóni. — En sum-
arið 1917 keyrði alveg um þverbak í
þessum efnum. Þá brást kartöflu-
uppskeran tilfinnanlega af þessum
sökum, svo að til vandræða horfði.
Þá nam kartöfluuppskera Eyja-
fólks ekki nema hluta af þeirri upp-
skeru, sem það hafði fengið á und-
anförnum árum. (Sjá skrá yfir kar-
töfluuppskeru Eyjamanna á bls. 86)
— Þá hafði heimsstyrjöldin geisað
undanfarin þrjú ár og þrengt mjög
kjör manna, valdið miklum erfið-
leikum á marga lund. Skortur á
nauðsynlegum heimilisþurftum
gjörði þá árlega mjög vart við sig,
svo að vanlíðan margra hlauzt af.
Kartöflusýkin í Eyjum rýrði mjög
afkomu margra heimilisfeðra þar
og olli miklum áhyggjum þeim
mönnum, sem báru hag byggðar-
lagsins fyrir brjósti. Björn H.
Jónsson, skólastjóri barnaskóla
Eyjabúa, skrifaði um kartöflusýk-
ina í blaðið Skeggja haustið 1917.
Þar gerði hann fólki grein fyrir
sveppi þeim, sem ylli kartöflusýk-
inni. Hann sá helzt engin ráð önnur
gegn henni en að leggja alla
kartöflurækt á Heimaey til hliðar
að þessu sinni og sá rófnafræi í
garðana.
Skólastjóri hvetur Eyjamenn til
þess að ræða þessi vandræði sín á
almennum fundi og leita ráða, og
taka svo fasta ákvörðun. Hann end-
ar grein sína með þessum orðum:
„Því næst verða að koma fram-
kvæmdir svo frekar, að þessi
óþokkagestur (kartöflusýkissvepp-
urinn) verði gerður landrækur og
eignist hér ekki friðland framar. en
til þess þarf öflug samtök og félags-
skap. Væri það vel til fallið, að sá
blik
41