Blik - 01.06.1980, Síða 77
Það er ekki ófróðlegt að íhuga
eilítið jarðræktarskýrslurnar, sem
hér eru birtar með tilliti til áranna,
þegar jarðræktarframkvæmdirnar
eru gjörðar og minnast svo á sama
tíma sveiflanna í þjóðfélaginu
okkar í heild og þá ekki síður í
bæjarfélaginu i Vestmannaeyjum.
Þegar fjárkreppan mikla steðjaði
að og varaði öll árin 1930 - 1939,
fór tún- og garðræktin mjög í vöxt.
Atvinnu- og peningaleysið þrengdi
mjög að heimilunum. Þá var kúa-
mjólkin og garðávextirnir ómetan-
legur fengur. Hverju því heimili,
sem átti þess kost að neyta þessara
heimafenginna lífsgæða í nægilega
ríkum mæli, var borgið. Þá var það
svo að segja lífsskilyrði hverri fjöl-
skyldu í Vestmannaeyjum að rækta
jörðina og framleiða sjálf hollustu
fæðuna, enda smátt um peninga hjá
hverjum einum til þess að kaupa
fyrir nauðsynjarnar. (Sjá árin 1929
- 1938)
Svo hófst styrjöldin mikla árið
1939. Fiskverð fór þá hækkandi ár
frá ári. Sjávarútvegurinn tók að
blómstra á ný. Atvinna verður meiri
en nokkru sinni fyrr í útvegsbænum
mikla. Þá er það ekki orðið sérlega
arðbært lengur að „púla upp á kú-
gras“, svo að öll ræktun dregst
saman og mjólkurframleiðsla
sömuleiðis, þegar fram líða stundir,
svo að horfði til vandræða.
Mjólkurverðið fékkst heldur ekki
hækkað að sama skapi og tekjur al-
mennings hækkuðu.
Athyglisverður samanburður.
Ekki er ófróðlegt að bera saman
þann ríkisstyrk, sem greiddur var til
uppjafnaðar hverjum jarðabóta-
manni á öllu landinu og þann ríkis-
styrk, sem hver jarðabótamaður í
Vestmannaeyjum bar úr býtum á
árunum 1925 - 1939, sem var mesta
athafnatímabil Eyjamanna í
jarðyrkju og ræktun. Síðari
helming þessa árabils geisaði heims-
kreppan mikla, sem orkaði mjög á
samskipti manna við íslenzka jörð,
sem reyndist þá mörgum bjarg-
vættur í efnahagslegum
þrengingum og bágborinni efna-
hagslegri afkomu.
Meðalupphæð Meðalupphæð
styrks á hvern styrks á hvern
jarðabótamann jarðabótamann
t Vestmannaeyjum á öllu landinu
Ár 1925 - 1939 1925 - 1939
1925: kr. 155,30 kr. 83,80
1926: kr. 91,50 kr. 88,53
1927: kr. 85,50 kr. 106,90
1928: kr. 106,50 kr. 102,80
1929: kr. 181,32 kr. 104,00
1930: kr. 145,77 kr. 126,13
1931: kr. 175,44 kr. 136,70
1932: kr. 203,57 kr. 108,55
1933: kr. 167,00 kr. 101,54
1934: kr. 176,33 kr. 130,70
1935: kr. 210,80 kr. 135,00
1936: kr. 166,48 kr. 112,89
1937: kr. 125,34 kr. 123,90
1938: kr. 126,49 kr. 121,17
1939: kr. 59,77 kr. 110,68
(Heimild frá Búnaðarfélagi íslands)
blik
75