Blik - 01.06.1980, Side 35
leiðslunni. Sökum látlauss skorts á
eldiviði í byggðarlaginu, var taðið
tínt í eldinn af úthaganum alla tíma
ársins. Á veturna var það þá helzt
hrossatað, en hross gengu þar úti
alla tíma árs.
I byrjun maímánaðar 1892 gaf að
lesa sérlega auglýsingu á útihurð
Landakirkju. Kirkjugestir voru því
vanir, að þar stæðu skráðar skíru
letri allar tilkynningar frá stjórnar-
völdunum. Og þar stóð nú sú, sem
kom illa við marga, ekki sízt hús-
ntaeðurnar í stétt þurrabúðar-
manna: „Bannað að tína tað af út-
landi eða beitilandi Heimaeyjar.
Baendur mega búast til útbyggingar
af jörðunum, ef þeir láta ekki hlýða
þessu banni.“ Undir þessa tilkynn-
'ngu til bændanna skrifaði sjálfur
sýslumaðurinn Jón Magnússon.
Sumarið 1892 var mjög þurrka-
samt, svo að afleiðingarnar hjá
Eyjafólki urðu tilfinnanlegar. Kál-
garðar brugðust sökum hinna miklu
þurrka. Ekki gat fólkið vökvað þá
sökum skorts á vatni. Engir voru
vatnsgeymar við húsin nema
tunnur, og torfþökin skiluðu litlu
regnvatni, sem ekki var meira en
svo, að það hrökk naumast til að
fullnægja sárustu heimilisþörfum
hvers og eins.
Þetta sumar (1892) spratt gras
ntjög illa í úteyjum Eyjamanna sök-
um óvenjulega mikils grasmaðks.
Þá leið fé þar einnig og þreifst illa
sökum þorsta af völdum þurrkanna
og skilaði þess vegna litlum arði um
haustið, var óvenju rýrt. (Sjá blaðið
Fjallkonuna 9. okt. 1892).
Hinn 19. nóvember 1893 skrifar
Sigurður bóndi: „Kálgarðar með
allra bezta móti en sjávarafli rýr.
Sumir bændur fengu frá 20 til 40
tunnur af rófum og kartöflum....“
Þá segir hann: „Girt eru lönd og
ræktuð til garðræktar á Heimaey,
og betri nýting á slógi og öllum
öðrum áburði en fyrr.“ Þarna
finnur bóndi þá þegar árangur af
stofnun Framfarafélagsins, en hann
var potturinn og pannan í þeim
búnaðarsamtökum Eyjamanna. —
Og enn segir hann: „Hér er sífellt
mjólkurleysi, því að 27 kýr eru
mjólkandi hér nú.“ — Þá voru 550
manns bús^ttir í Vestmannaeyjum.
Til þess að undirstrika afturförina
um mjólkurframleiðsluna tekur
bóndi fram, að árið 1852 hafi verið
52 kýr og kelfdar kvígur í Eyja-
byggð. Þá bjuggu þar 362 manns.
Og árið 1791 voru þar 60 kýr og
kelfdar kvígur, segir hann, og þá
aðeins 193 manns búsettir. Svo
bætir hann við: „Áhugi dofnar
fyrir kúm. Hætt að hirða handa
þeim hrogn, lifur o.fl. fiskkyns, og
þá einnig kjarna í fjöru, fjörugrös,
söl o.fl.“ — Hér gefur að lesa milli
línanna, þegar veruleg rækt var lögð
við kúahaldið í Eyjum.
Árið eftir að Sigurður Sigurfinns-
son og félagar hans stofnuðu Fram-
farafélagið, skrifaði hann Fjall-
konunni: „Með mesta móti unnið
að jarðabótum s.l. haust. Margir
BUk 3
33